Entries by Ragnhildur Rós

Gestur

Sviðssetning Óperufélagið Mossini Sýningarstaður Iðnó Frumsýning 22. október 2005 Tegund verks Ópera Söngfarsinn “Gestur – Síðasta máltíðin” er ný íslensk “hinsegin” óperetta/leikverk með söngvum. Verkið fjallar um þá Lauga og Óliver sem eru samkynhneigð hjón í Grafarholtinu og nýja nágrannann þeirra, atvinnuflugmanninn og sjarmatröllið Gest. Laugi er heimavinnandi en Óli vinnur í banka og þeir […]

Fullkomið brúðkaup

Sviðssetning Leikfélag Akureyrar Sýningarstaður Samkomuhúsið Frumsýning 20. október 2005 Tegund verks Leiksýning Brúðkaupsdagurinn er runninn upp. Brúðguminn vaknar með konu sér við hlið. Hann hefur aldrei séð hana fyrr. Hver er þessi kona? Hvað gerðist kvöldið áður? Hann flækist inní atburðarás sem hann ræður ekkert við, brúðurin á leiðinnim herbergið í rúst, nakin kona í […]

Frelsi

Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæðið Frumsýning 28. október 2005 Tegund verks Leiksýning Hvað gerir þú þegar enginn hlustar á þig? Þegar ranglætið er svo mikið að þú gætir öskrað þig hásan en þú átt þér ekki rödd? Þegar lygin er svo stór að hún kæfir lífið sem þú ættir að sjá framundan? Grímur er klár […]

Forðist okkur

Sviðssetning Common Nonsence Sýningarstaður Borgarleikhúsið, Nýja svið Frumsýning Haustið 2005 Tegund verks Leiksýning Hugmyndaheimur verksins er sprottinn upp úr verkum Hugleiks Dagssonar, myndasögubókunum Elskið okkur, drepið okkur og Ríðið okkur. Sögur Hugleiks er skemmtilegar, kaldhæðnar, grófar, ljótar, fallegar, ósmekklegar, gróteskar og rómantískar. Það rúmast allt í þessum heimi. Hver saga lætur ekki mikið yfir sér. […]

Fagnaður

Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið Frumsýning 14. maí 2006 Tegund verks Leiksýning Harold Pinter, eitt frægasta leikskáld samtímans, hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2005. Þjóðleikhúsið sýnir nýjasta leikrit hans, Fagnað, sem hlaut þá umsögn gagnrýnanda þegar það var frumflutt í London árið 2000 að það væri fyndnasta og aðgengilegasta verk skáldsins í mörg ár. […]

Eldhús eftir máli

Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæðið Frumsýning 29. desember 2005 Tegund verks Leiksýning Svava Jakobsdóttir hafði með skáldsögum sínum, smásögum og leikritum mikil áhrif á íslenskt menningarlíf og samfélag á ofanverðri tuttugustu öld, en með verkum sínum miðlaði hún meðal annars skarpri sýn á stöðu konunnar í samfélaginu. Með sýningunni Eldhús eftir máli hyggst Þjóðleikhúsið heiðra […]

Ég er mín eigin kona

Sviðssetning Leikhúsið Skámáni Sýningarstaður Iðnó Frumsýning 30. september 2005 Tegund verks Leiksýning Nýtt bandarískt leikrit, sem hlotið hefur fjölda verðlauna vestra, þ.á.m. bæði Pulitzer-verðlaunin og Tony-verðlaunin sem besta leikrit ársins 2004. Höfundur verksins er Doug Wright og er hann jafnframt ein af aðalpersónum þess en alls birtast á sviðinu 35 persónur, allar leiknar af Hilmi […]

Drauganet

Sviðssetning Lýðveldisleikhúsið Sýningarstaður Tjarnarbíó Frumsýning 24. nóvember 2005 Tegund verks Leiksýning Verkið gerist í hugskoti höfundar sem er að reyna að skapa leikpersónur. Hann gerir ýmsar tilraunir á þeim og vekja þær sjaldnast mikla hrifningu leikpersónanna sem eru ofurseldar duttlungum höfundarins. Leikpersónur verksins þrá það heitast að komast í leikrit en eru svo óheppnar að […]

Carmen

Sviðssetning Íslenski dansflokkurinn Leikfélag Reykjavíkur Sýningarstaður Borgarleikhúsið, Stóra svið Frumsýning 14. janúar 2006 Tegund verks Söngleikur Söngleikurinn Carmen er samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins, þar sem óperunni eftir Bizet er snúið í söngleik um ástir, afbrýði og hrikaleg örlög, sem ekki verða umflúin. Höfundur Bizet Leikstjóri Guðjón Pedersen Leikari í aðalhlutverki Sveinn Geirsson Leikkona […]

Átta konur

Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið Frumsýning 31. mars 2006 Tegund verks Leiksýning Fögur eiginkona, tvær ungar og óstýrilátar dætur, aðþrengd mágkona, gráðug tengdamamma, dularfull ráðskona og kynþokkafull þjónustustúlka. Húsbóndinn sjálfur liggur sofandi í rúmi sínu uppi á lofti. Eða hvað? Þegar sjö villtar konur eru samankomnar og sú áttunda bætist í hópinn getur allt […]