Eldhús eftir máli

Sviðssetning

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæðið

Frumsýning
29. desember 2005

Tegund verks
Leiksýning
Svava Jakobsdóttir hafði með skáldsögum sínum, smásögum og leikritum mikil áhrif á íslenskt menningarlíf og samfélag á ofanverðri tuttugustu öld, en með verkum sínum miðlaði hún meðal annars skarpri sýn á stöðu konunnar í samfélaginu. Með sýningunni Eldhús eftir máli hyggst Þjóðleikhúsið heiðra minningu Svövu. Hún hefði orðið 75 ára í ár, en lést á síðasta ári.

Þjóðeikhúsið réð Völu Þórsdóttur til að skrifa leikverk sem byggir á nokkrum af þekktustu smásögum Svövu og er nefnt eftir einni þeirra. Einnig liggja smásögurnar Gefið hvort öðru, Saga handa börnum, Krabbadýr, brúðkaup, andlát og Veisla undir grjótvegg leikverkinu til grundvallar. Ekki er um eiginlega leikgerð að ræða, heldur er leikverkið innblásið af sagnaheimi Svövu Jakobsdóttur. Verkið ber undirtitilinn Hversdagslegar hryllingssögur og mun sýningin meðal annars mótast af frásagnarmáta sem Vala Þórsdóttir og Ágústa Skúladóttir, leikstjóri verksins, hafa þróað í sameiningu í ýmsum uppfærslum sem þær hafa unnið að hér á landi og í Bretlandi.

Höfundur

Vala Þórsdóttir

Leikstjóri

Ágústa Skúladóttir

Leikari í aðalhlutverki

Kjartan Guðjónsson

Leikkonur í aðalhlutverki

Aino Freyja Järvelä
Margrét Vilhjálmsdóttir
María Pálsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Þórunn Lárusdóttir
Sólveig Arnarsdóttir
Vala Þórsdóttir

Leikmynd

Stígur Steinþórsson

Búningar

Katrín Þorvaldsdóttir

Lýsing
Hörður Ágústsson

Tónlist 
Björn Thorarensen