Entries by Ragnhildur Rós

Sæmundur fróði

Sviðssetning Möguleikhúsið Sýningarstaður Möguleikhúsið Frumsýning 14. mars 2007 Tegund verks Barnasýning Sæmundur fróði er ein af kunnari persónum úr íslensku þjóðsögunum. Hann fer til náms í Svartaskóla þar sem Kölski sjálfur ræður ríkjum. Með klókindum tekst honum að sleppa úr klóm lærimeistarans en eftir það hefst eltingaleikur Kölska við Sæmund, og þá reynir á hvor […]

Sælueyjan

Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Kassinn Frumsýnt 19. janúar 2007 Tegund verks Leiksýning Kaldan haustmorgun finnst maður uppi á hálendinu nær dauða en lífi. Hann krefst þess að ná tali af Arnari Hallgrímssyni, umdeildum forstjóra íslenska erfðagreiningarfyrirtækisins Genome Genetics. Maðurinn trúir Arnari fyrir mikilvægu leyndarmáli. Tekla, ung og metnaðarfull vísindakona, er ráðin til Genome. Flókinn vefur spinnst […]

Svartur köttur

Sviðssetning Leikfélag Akureyrar Sýningarstaður Samkomuhúsið Frumsýning 20. janúar 2007 Tegund verks Leiksýning Þetta hófst allt með því að dauður köttur fannst á veginum – besti vinur Patreks í öllum heiminum. Hann leitar hefnda, Maired leitar að ástinni, allir leita að Patreki nema Davey sem leitar að leið út úr klandrinu. Sagan  er reyfarakennd og fyndin, persónurnar […]

Sumardagur

Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæðið Frumsýning 9. september 2006 Tegund verks Leiksýning Norska leikskáldið Jon Fosse hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum og leikrit hans hafa farið eins og eldur í sinu um öll helstu leikhús Evrópu. Þjóðleikhúsið kynnir nú þennan merka höfund fyrir áhorfendum sínum, en Sumardagur er fyrsta leikrit Fosse sem sýnt […]

Stórfengleg!

Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Stóra svið Frumsýnt 27. október 2006 Tegund verks Leiksýning Bráðfyndinn nýr gamanleikur um Florence Foster Jenkins, “verstu söngkonu allra tíma”! Jenkins varð víðfræg fyrir hljómplötur sínar og tónleika sem hún hélt í New York á 4. og 5. áratugnum. Hún þótti heillandi persónuleiki, var gædd óbilandi sjálfstrausti, en hafði þann galla […]

Soft death of a solitary mass

Sviðssetning Íslenski dansflokkurinn Sýningarstaður Borgarleikhúsið, Stóra svið Frumsýning 23. febrúar 2007 Tegund sýningar Dansverk Í verkinu skoðar Gingras líffræði og samfélög skordýra og hlutverk einstaklingsins innan hópsins. Gingras ber saman líkamsbyggingu skordýra, félagslegar reglur þeirra og hegðun við samfélag mannanna og skapar þannig verk sem endurspeglar líkamann og hæfileika hans til umbreytingar. Hinn kanadíski André […]

Skuggaleikur

Sviðssetning Strengjaleikhúsið Sýningarstaður Íslenska óperan Frumsýning 18. nóvember 2006 Tegund verks Ópera Skuggaleikur er ópera í fullri lengd fyrir fullorðna. Persónur óperunnar eru Skáldið, Skugginn, Skáldgyðjan og Prinsessan. Óperan byggir á sögunni Skugganum eftir H. C. Andersen. Sagan er dæmisaga, þar sem skáld felur skugga sínum að finna skáldgyðju sína. Skáldinu til skelfingar hverfur skugginn. […]

Skrímsli

Sviðssetning Komedíuleikhúsið Sýningarstaður Möguleikhúsið Frumsýning 21. apríl 2007  Tegund verks Einleikur ætlaður börnum Frá örófi alda hafa skrímsl af ýmsum toga reglulega sést í sjó og vötnum á Íslandi. Strax í Landnámu er getið sjávar- og vatnaskrímsla og frásögur af samskiptum þeirra við landsmenn frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar fylla heilu ritsöfnin. Skepnur þessar eru af […]

Skoppa og Skrítla

Sviðssetning Skopp Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Kúlan  Frumsýning 7. október 2006 Tegund verks Leiksýning ætluð börnum  Höfundar Hrefna Hallgrímsdóttir Leikhópurinn Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson  Leikkonur í aðalhlutverkum Hrefna Hallgrímsdóttir Linda Ásgeirsdóttir Leikkona í aukahlutverki Katrín Þorvaldsdóttir Leikmynd Katrín Þorvaldsdóttir  Búningar Katrín Þorvaldsdóttir Lýsing Ásmundur Karlsson Tónlist Hallur Ingólfsson

Sitji guðs englar

Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið Frumsýning 29. september 2006 Tegund verks Barnasýning Fjölskyldusýning byggð á hinum geysivinsælu bókum Sitji Guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni. Í gegnum sögu stórrar fjölskyldu í íslensku sjávarþorpi í síðari heimsstyrjöldinni, kynnumst við fjölda bráðskemmtilegra persóna og verðum vitni jafnt að átakanlegum atburðum sem skrautlegum uppákomum. […]