VALNEFND GRÍMUNNAR


Valnefnd Grímunnar er skipuð alls  tólf fulltrúum frá fagfélögum, samtökum og stofnunum sem starfa innan vébanda Sviðlisastasambands Íslands. Þau níu sem hafa séð flestar sýningar að leikári loknu hafa kosningarétt, en öll tólf taka þátt í samtali sem er undanfari kosninga. Fjöldi fulltrúa skiptist með eftirfarandi hætti:

1 frá Félagi íslenskra leikara: FÍL

1 frá Félagi íslenskra leikara í fullu samráði við Félag klassískra söngvara á Íslandi: FÍL & KLASSÍS

1 frá Félagi leikstjóra á Íslandi: FLÍ

1 frá Félagi íslenskra listdansara: FÍLD

1 frá Félagi leikmynda- og búningahönnuða: FLB

1 frá Félagi danshöfunda á Íslandi: FDÍ

1 frá Félagi leikskálda og handritshöfunda: FLH

1 frá Félagi tæknimanna í rafiðnaði: FTF

1 frá stjórn SSÍ og skal það vera fræðimaður á sviði sviðslista

3 að auki

• Meðlimir valnefndar eru fagfólk sem sinnir starfi sínu sem einstaklingar en ekki í þágu þeirra aðila sem tilnefna þá. Þeim ber að sinna starfi sínu af heilindum og metnaði og meta gæði sýninga og framlag listamanna út frá eigin sannfæringu. Þeir eru bundnir trúnaði um störf sín.

• Stjórn Sviðslistasambands Íslands færir meðlimum valnefndar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf. Þeirra framlag í þágu leiklistarinnar er mikils metið.

• Nánar um starfsreglur valnefndar og Grímunnar hér.