VALNEFND GRÍMUNNAR
Valnefnd Grímunnar er skipuð alls 9 fulltrúum frá fagfélögum, samtökum og stofnunum sem starfa innan vébanda Sviðlisastasambands Íslands. Fjöldi fulltrúa skiptist með eftirfarandi hætti:
2 frá Félagi íslenskra leikara: FÍL
1 frá Félagi leikstjóra á Íslandi: FLÍ
1 frá Félagi íslenskra listdansara: FÍLD
1 frá Félagi leikmynda- og búningahönnuða:
1 frá Félagi danshöfunda á Íslandi: FDÍ
1 frá Félagi leikskálda og handritshöfunda: FLH
1 frá Félagi tæknimanna í rafiðnaði: FTR
1 frá stjórn SSÍ og skal það vera fræðimaður á sviði sviðslista
• Meðlimir valnefndar sinna starfinu sem einstaklingar en ekki í þágu þeirra aðila sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þeir taka ákvarðanir um gæði sýninga í samræmi við eigin smekk og meta framlag listamanna útfrá eigin sannfæringu og innsæi. Hverjum valnefndarmanni ber að sinna starfi sínu af heiðarleika og metnaði.
• Stjórn Sviðslistasambands Íslands færir meðlimum valnefndar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf með von um að það hafi reynst bæði gefandi og skemmtilegt. Þetta framlag í þágu leiklistarinnar er mikils metið og starf valnefndar hefur afgerandi áhrif á útkomu Grímuhátíðanna ár hvert og þar með umhverfi sviðslista í Íslandi.
• Nánar má sjá vinnureglur um starf valnefndar Grímunnar hér.