Entries by Ragnhildur Rós

Sigga og skessan í fjallinu

Sviðssetning Stopp-leikhópurinn Sýningarstaður Iðnó Frumsýning 2. nóvember 2005 Tegund verks Barnasýning Sigga og skessan, þjóðþekktar og skemmtilegar sögupersónur Herdísar Egilsdóttur eru leiðinni á íslenskt leiksvið í glænýrri leikgerð Stoppleikhópsins. Byggir leikritið á fyrstu bókinni þar sem Sigga og skessan kynnast og verða vinkonur. Afmælisveisla Siggu kemur við sögu en hún býður síðan skessunni í veisluna […]

Ronja

Sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur Sýningarstaður Borgarleikhúsið, Stóra svið Frumsýning 12. febrúar 2006 Tegund verks Barnasýning Sagan af Ronju Ræningjadóttur gerist í Matthíasarskógi þar sem ræningjaforinginn Matthías faðir Ronju ræður ríkjum. Ægileg elding klífur Matthíasarkastalann í tvennt nóttina sem Ronja fæðist og Helvítisgjáin verður til. Ronja er augasteinn og eftirlæti foreldra sinna og ræningjaflokksins. Þegar hún vex […]

Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður!

Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, leikhússloftið Frumsýning 4. maí 2006 Tegund verks Barnasýning Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður! er byggt á fjölmörgum þekktum og minna þekktum íslenskum þjóðsögum þar sem mætast tröll, draugar, huldufólk og þorparar. Sumar þeirra eru bráðfyndnar, aðrar draumkenndar og sumar hverjar eilítið skelfilegar. Áhorfendur geta hlegið og grátið með […]

Leitin að jólunum

Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Leikhússloftið Frumsýning 26. nóvember 2005 Tegund verks Barnasýning Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum við aðalinngang Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Meðal viðkomustaða eru Kristalsalurinn, Leikhúsloftið og Leikhúskjallarinn, auk þess sem börnin fara […]

Hvað ef?

Sviðssetning 540 Gólf leikhús Sýningarstaður Hafnarfjarðarleikhúsið Frumsýning 19. október 2005 Tegund verks Barnasýning Um er að ræða leiksýningu sem notast við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu. Þar er á mjög nýstárlegan og skemmtilegan máta farið yfir kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna. Stefnan er að sýna unglingum fram á að þeir hafa val, og […]

Hafið bláa

Sviðssetning Ísmedia Sýningarstaður Austurbær Frumsýning 19. febrúar 2006 Tegund verks Barnasýning Höfundur Kristlaug María Sigurðardóttir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Leikstjóri Agnar Jón Egilsson Leikari í aðalhlutverki Ívar Örn Sverrisson Leikkona í aðalhlutverki Halla Vilhjálmsdóttir Leikarar í aukahlutverki Árni Pétur Guðjónsson Erlendur Eiríksson Jón Jósep Snæbjörnsson Mattías Mattíasson Ólafur Þorvaldz Leikkonur í aukahlutverki Aðalbjörg Þóra Árnadóttir Selma […]

Emma og Ófeigur

Sviðssetning Stopp-leikhópurinn Sýningarstaður Iðnó Frumsýning 25. mars 2006 Tegund verks Barnasýning Verkið fjallar um tvö ungmenni þau Emmu og Ófeig. Þegar leikritið hefst er Emma nýbúin að missa móður sína og ný kona (Geirþrúður) komin í hennar stað á heimilið. Emma er hálf miður sín og einmana því pabbi hennar er upptekin af nýju konunni […]

Dimmalimm

Sviðssetning Kómedíuleikhúsið Sýningarstaður Hamrar, Ísafirði Frumsýning 16. febrúar 2006 Tegund verks Barnasýning Það er oft skemmtilegt hvernig sögur verða til. Dimmalimm á sér mjög sérstaka sögu. Þannig var að Muggur var á ferðalagi vorið 1921 og var stefnan sett á Ítalíu þar sem hann hugðist vinna að stóru verki, altaristöflu með myndefninu Kristur læknar sjúka, […]

Annie

Sviðssetning Andagift Sýningarstaður Austurbær Frumsýning 17. júlí 2005 Tegund verks Barnasýning Á morgun, á morgun, mun renna upp nýr dagur. Sá dagur er degi of seinn. Höfundar Strouse / Charnin / Meehan Leikstjóri Viðar Eggertsson Leikari í aðalhlutverki Gísli Pétur Hinriksson Leikkonur í aðalhlutverki Lilja Björk Jónsdóttir Solveig Óskarsdóttir Thelma Lind Waage Leikarar í aukahlutverki […]