SKRÁNINGARGJALD
Tekið hefur verið upp skráningargjald vegna tilnefninga til Grímunnar. Gjaldið er í tveimur flokkum:
Flokkur 1:
Sviðssetning lengri en 60 mínútur – 25.000kr
Flokkur 2:
Styttri sviðsetning 59 mínútur eða skemmri – 15.000kr
Tilnefni sami framleiðandi fleiri en 7 verk er ekkert greitt fyrir umfram verk. Samstarfsverkefni falla ekki undir þá reglu og aðilar skulu koma sér saman um hver sér um greiðslu.
Greiðslufyrirkomulag:
Um leið og sá sem tilnefnir skráir sýningu inn á vefsetur ber viðkomandi aðila að senda tölvupóst til stage@stage.is með staðfestri ósk um skráningu. Fyrirhuguð lengd verks, nafn og kennitala greiðanda verður að koma fram. Í kjölfarið verður stofnuð krafa í heimabanka viðkomandi. Um leið og krafan er greidd er skráning staðfest og verkið birtist á heimasíðu Grímunnar.