Sæmundur fróði

Sviðssetning
Möguleikhúsið

Sýningarstaður
Möguleikhúsið

Frumsýning
14. mars 2007

Tegund verks
Barnasýning

Sæmundur fróði er ein af kunnari persónum úr íslensku þjóðsögunum. Hann fer til náms í Svartaskóla þar sem Kölski sjálfur ræður ríkjum. Með klókindum tekst honum að sleppa úr klóm lærimeistarans en eftir það hefst eltingaleikur Kölska við Sæmund, og þá reynir á hvor sé klókari þegar á hólminn er komið. Hér er um að ræða nýja og spennandi sýn á sögurnar um galdramanninn slynga þar sem spenna og gamansemi fléttast saman

Leikritið er byggt á þjóðsögum um Sæmund fróða auk þess sem bók Njarðar P. Njarðvík, Púkablístran, var að nokkru leyti höfð til hliðsjónar, með góðfúslegu leyfi höfundar.

Höfundur
Pétur Eggerz

Leikstjóri
Þórhallur Sigurðsson

Leikarar í aðalhlutverkum
Bjarni Ingvarsson
Pétur Eggerz

Leikkona í aðalhlutverki
Alda Arnardóttir

Leikmynd
Messíana Tómasdóttir

Búningar
Messíana Tómasdóttir

Lýsing
Ólafur Pétur Georgsson

Tónlist
Guðni Franzson