Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður!

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, leikhússloftið

Frumsýning
4. maí 2006

Tegund verks
Barnasýning

Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður! er byggt á fjölmörgum þekktum og minna þekktum íslenskum þjóðsögum þar sem mætast tröll, draugar, huldufólk og þorparar. Sumar þeirra eru bráðfyndnar, aðrar draumkenndar og sumar hverjar eilítið skelfilegar. Áhorfendur geta hlegið og grátið með mörgum af frægustu persónum þjóðsagnanna ásamt ýmsum verum íslenskrar sagnaarfleifðar. Leikstíllinn vísar í teiknimyndasögur, bíómyndir og goðsögur svo eitthvað sé nefnt. Verkið er unnið í samvinnu Völu Þórsdóttur, leikstjórans Ágústu Skúladóttur og leikhóps.

Meðal sagna verksins eru Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður, Bakkabræður, Gilitrutt, Búkolla, Neyttu á meðan á nefinu stendur, Púkinn og fjósamaðurinn, Sagan af Helgu og systrum hennar og Bláskelin. Í verkinu koma einnig fyrir þulur, meðal annars eftir Theodóru Thoroddsen.

Höfundur
Vala Þórsdóttir

Leikstjóri
Ágústa Skúladóttir

Leikmynd
Frosti Friðriksson

Búningar
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Lýsing
Páll Ragnarsson