Tilbrigði við stef

Sviðssetning
Inga Bjarnason

Sýningarstaður
Iðnó

Frumsýning
Janúar 2010

Tegund verks
Leiksýning

Þú situr ein(n) á kaffihúsi á aðfangadag, ætlar að taka lífinu með ró og safna kröftum áður en hátíðina ber að garði. Inn af götunni gengur sú manneskja sem þú áttir síst von á og vildir ekki undir neinum kringumstæðum hitta. Hvað gerir þú? Hvað gerir hún? Hvernig mun fortíðin ykkar hafa áhrif á þennan annars venjulega aðfangadag?

Höfundurinn Þór Rögnvaldsson lætur nú enn og aftur heyra í sér með nýju athyglisverðu leikriti. Eftir að hafa sigrað leikritasamkeppni af tilefni hundrað ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur hefur hann ekki setið auðum höndum og sendir nú frá sér verk sem hefst á örleikriti Strindbergs Hin sterkari (Den starkere) en síðan leggur Þór út af þessu stefi og prjónar aftan við meistaraverk Strindbergs fjögur ólík en samtvinnuð tilbrigði; tvö tilbrigði fyrir konur og önnur tvö fyrir karlleikara. Leikritið heitir þess vegna Tilbrigði við stef, en það er í senn áhrifamikið, spennandi og á köflum kómískt verk.

Höfundur
Þór Rögnvaldsson

Leikstjórn
Inga Bjarnason

Leikarar í aðalhlutverkum
Gunnar Gunnsteinsson
Valgeir Skagfjörð

Leikkonur í aðalhlutverkum
Guðrún Þórðardóttir
Lilja Þórisdóttir