Sýningin sem klikkar

Heiti verks
Sýningin sem klikkar

Lengd verks
Uþb 2 klst 15 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Leikhópur í Borgarleikhúsinu setur upp
morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður
en sýningin á að vera nokkurs konar „breakthrough“
fyrir hópinn. Ekki byrjar það vel
því fljótlega fer allt úrskeiðis; leikmyndin
virkar ekki sem skyldi, hurðir opnast ekki,
leikmunavörðurinn hefur ekki staðið sig í
að koma fyrir hlutum á réttum stöðum og
leikararnir kunna ekki almennilega textann sinn. Úr þessu verður ótrúleg atburðarás þar sem
allt klikkar sem klikkað getur og rúmlega það –
á meðan streða leikararnir við að koma til skila
hinu dramatíska morðgátuleikriti. Verkið fékk
Olivier-verðlaunin sem besti gamanleikurinn í
Bretlandi 2015 og hefur gengið fyrir fullu húsi
síðan það var frumsýnt árið 2014. Það var
frumsýnt á Broadway vorið 2017.

Sviðssetning
Borgarleikhus

Frumsýningardagur
24. mars, 2018

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Nýja svið

Leikskáld
Henry Lewis, Jonathan Sayer og Henry Shields

Leikstjóri
Halldóra Geirharðsdóttir

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson

Lýsing
Páll Ragnarsson

Búningahönnuður
Helga I. Stefánsdóttir

Leikmynd
Helga I. Stefánsdóttir

Leikarar
Bergur Þór Ingólfsson
Davíð Þór Katrínarson
Hjörtur Jóhann Jónsson
Hilmar Guðjónsson

Leikkonur
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Birna Rún Eiríksdóttir
Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is