Medea

Heiti verks
Medea

Lengd verks
Uþb 1 klst og 40 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Getur hefnd læknað brostið hjarta? Hversu
langt erum við tilbúin að ganga til að ná fram
réttlæti? Er eignarrétturinn heilagur? Geta
öfgafullar aðstæður breytt hverjum sem er í
skrímsli? Medea hefur fórnað öllu fyrir mann
sinn, Jason. Hún snýr baki við fjölskyldu
sinni, svíkur föður sinn og fósturjörð og flýr
með Jasoni til ókunnugs lands til að hefja
nýtt líf. En þar er hún útlendingur sem ekki
nýtur sömu réttinda og nú vill eiginmaðurinn
yfirgefa hana til að giftast annarri konu. Medea lætur hins vegar ekki ræna sig stolti sínu og
heiðri. Hún grípur til sinna ráða en þau ráð eru
skelfilegri en nokkur getur ímyndað sér.
Leikskáldið Evripídes skrifaði harmleikinn um
Medeu fyrir meira en 2400 árum. Hann hefur verið
settur upp oftar en nokkur annar harmleikur
í leiklistarsögunni og endurskrifaður aftur og
aftur í gegnum tíðina. Medea birtist hér aftur í
splunkunýjum búningi.

Sviðssetning
Borgarleikhús

Frumsýningardagur
13. janúar, 2018

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Nýja svið

Leikskáld
Evripídes

Leikstjóri
Harpa Arnardóttir

Danshöfundur
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Tónskáld
Valgeir Sigurðsson

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Filippía I. Elísdóttir

Leikmynd
Filippía I. Elísdóttir

Leikarar
Hjörtur Jóhann Jónsson
Jóhann Sigurðarson
Arnar Dan Kristjánsson
Hilmar Máni Magnússon (barn)

Leikkonur
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Lydía Katrín Steinarsdóttir (barn)

Dansari/dansarar
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is