Fólk, staðir og hlutir

Heiti verks
Fólk, staðir og hlutir

Lengd verks
Uþb 2 klst 30 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Leikkonan Emma er alkóhólisti og
lyfjafíkill sem eftir hneykslanlegt atvik á
leiksviðinu fellst loks á að fara í afvötnum á
meðferðarstofnun. Á yfirborðinu virðist hún
öll af vilja gerð til að takast á við vandamálið
en undir niðri kraumar harðsvíraður fíkill
sem ekkert er heilagt. Í ofanálag er Emma
eiturklár og meinfyndin og velgir því
meðferðarfulltrúum sínum verulega undir
uggum. Fíkillinn er meistari í lygum og
áhorfandanum er kippt með inn í ferðalag þar
sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og
hvað logið.
Nýtt leikrit eftir breska leikskáldið og
leikstjórann Duncan Macmillan sem gekk
fyrir fullu húsi á West End í London árið 2015.
Verkið er nístandi lýsing á meðferð frá upphafi
til enda. Aðalpersónan gengur í gegnum allar
þær vítiskvalir sem slíkri meðferð fylgir þar
til hún smám saman nær tökum á lífi sínu.
Efniviðurinn stendur mörgum nærri þar sem
fjallað er um fíknarmeðferð á nýstárlegan,
áhrifamikinn en um leið grátbroslegan hátt.
Um leið er þessari áleitnu spurningu varpað
fram: Komumst við vímulaus af í þessum
geggjaða heimi?
Verðlaunaleikhópurinn Vesturport undir stjórn
Gísla Arnar Garðarssonar og Borgarleikhúsið
sameina aftur krafta sína eftir sérlega vel
heppnaða sýningu á Elly sem gekk fyrir fullu
húsi á síðasta leikári.

Sviðssetning
Borgarleikhúsið og Vesturport

Frumsýningardagur
13. apríl, 2018

Frumsýningarstaður
Borgarleikhús Litla svið

Leikskáld
Duncan Macmillan

Leikstjóri
Gísli Örn Garðarsson

Tónskáld
Gaute Tönder og Frode Jacobsen

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson

Lýsing
Þórður Orri Pétursson

Búningahönnuður
Katja Ebbel Fredriksen

Leikmynd
Börkur Jónsson

Leikarar
Jóhann Sigurðarson
Björn Thors
Hannes Óli Ágústsson

Leikkonur
Nína Dögg Filippusdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Maríanna Clara Lúthersdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is