Sólarferð

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
Janúar 2008

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Guðmundur Steinsson (1925-1996) er meðal okkar fremstu leikskálda. Leikritið Sólarferð, sem er eitt hans vinsælasta verk, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1976. Þar dregur höfundur upp stórskemmtilega mynd af sólarlandaferðum Íslendinga, en lýsingar hans eiga ekki síður við í dag en þegar verkið var skrifað.

Við fylgjumst með hópi íslenskra ferðamanna sem eru samankomnir á spænskri sólarströnd. Þessa dugnaðarforka, afkomendur víkinganna, þyrstir nú í að njóta lífsins lystisemda á þessum heita, framandi stað, þar sem allt flóir í ódýru áfengi og boð og bönn hins venjubundna lífs eru víðs fjarri. Leit ferðafélaganna að lífshamingju í þessu „himnaríki holdsins“ birtist okkur á bráðfyndinn hátt, en undir niðri kraumar sársauki sem erfitt er að leyna.

Höfundur
Guðmundur Steinsson

Leikstjóri
Benedikt Erlingsson

Leikari í aðalhlutverki
Ingvar E. Sigurðsson

Leikkona í aðalhlutverki
Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Leikarar í aukahlutverki
Juan Camilo Román Estrada
Kjartan Guðjónsson

Þröstur Leó Gunnarsson 

Leikkonur í aukahlutverkum
Edda Arnljótsdóttir
Esther Talía Casey
Halldóra Björnsdóttir

Leikmynd
Ragnar Kjartansson

Búningar
Margrét Sigurðardóttir 
Ragnar Kjartansson 

Lýsing
Lárus Björnsson

Tónlistarráðgjöf
Kristinn H Árnason 

Image