Sá ljóti

Sviðssetning
Vér morðingjar
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæðið

Frumsýning
5. apríl 2008

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Sá ljóti er nýjasta verk Þjóðverjans Mariusar von Mayenburg sem hefur vakið mikla athygli í evrópsku leikhúslífi á undanförnum árum. Verkið er jafnframt fyrsta verk hans sem sviðsett er á Íslandi, en Ríkisútvarpið hefur áður flutt leikrit eftir hann.

Við kynnumst Lárusi. Hann er ljótur. Svo ljótur að honum er meinað að fara á ráðstefnu á vegum fyrirtækisins. Sú ákvörðun kemur Lárusi algerlega í opna skjöldu og þegar vinnufélagar hans og eiginkona segjast skilja afstöðu fyrirtækisins fullkomlega tekur hann ákvörðun sem gjörbreytir lífi hans – og útliti.

Hvernig má það vera í nútímasamfélagi að einstaklingur þyki hreinlega svo óheppinn í framan að hann fær ekki einu sinni að halda fyrirlestur? Hvað gerir maður sem vekur viðbjóð og andstyggð með nærveru sinni einni til þess að falla í kramið og fá að vera með? Þetta leikrit Mariusar von Mayenburg er frábærlega skrifuð gamansöm ádeila á ímyndarsköpun, yfirborðsmennsku og dómhörku venjulegs fólks. Leikhópurinn fer hráa og umbúðalausa leið að þessu hárbeitta verki og skapar úr því eftirminnilega sýningu þar sem list leikarans er í fyrirrúmi.

Höfundur
Marius von Mayenburg 

Leikstjóri
Kristín Eysteinsdóttir 

Leikari í aðalhlutverki
Jörundur Ragnarsson

Leikarar í aukahlutverki
Stefán Hallur Stefánsson
Vignir Rafn Valþórsson

Leikkona í aukahlutverki
Dóra Jóhannsdóttir 

Leikmynd
Stígur Steinþórsson 

Búningar
Stígur Steinþórsson

Lýsing
Hörður Ágústsson 

Tónlist og hljóðmynd
Hallur Ingólfsson 

Image  Image  Image