Skepna

Sviðssetning
Þurfandi

Sýningarstaður
Leikhúsbatteríið

Frumsýning
10. september 2009

Tegund verks
Einleikur

Skepna er eftir Daniel MacIvor og Daniel Brooks. Leikritið er einleikur og fer Bjartmar Þórðarson með öll hlutverk sýningarinnar og þýðir jafnframt verkið og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson sér um leikstjórn.

Leikritið endurspeglar og tekur á mörgum af myrkustu hliðum manneskjunnar. Sögð er saga unglingspilts sem fremur hræðilegan glæp. Hann murkar líftóruna úr föður sínum með því að búta hann hægt og rólega í sundur í kjallaranum heima hjá sér. Þessi hræðilega saga fer að birtast á fleiri stöðum og fer að minna á smitsjúkdóm. Er þetta veira, eða er illskan alltaf til staðar? Af hverju sækjum við í myrkrið? Vitum við hvenær við erum að fóðra skepnuna í okkur? Þetta magnaða verk varpar fram áleitnum spurningum um eðli mannsins og skepnuna sem býr í okkur öllum.

Höfundar
Daniel Brooks
Daniel MacIvor

Þýðing
Bjartmar Þórðarson

Leikstjórn
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson

Leikari í aðalhlutverki
Bjartmar Þórðarson

– – – – – –

Bjartmar Þórðarson útskrifaðist sem leikari frá Webber Douglas Academy of Dramatic Art í London árið 2004. Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga hérlendis sem erlendis. Má þar á meðal nefna Túskildingsóperuna og Syngjandi í rigningunni hjá Þjóðleikhúsinu og Caligula í Battersea Arts Centre, ásamt ýmsum sjónvarpsþáttum og auglýsingum. Einnig útskrifaðist hann úr MA-námi í leikstjórn frá Rose Bruford College árið 2008 og hefur eftir útskrift leikstýrt Mr. Kolpert eftir David Gieselmann í Greenwich Playhouse og aðstoðarleikstýrt “Ég heiti Rachel Corrie” í Borgarleikhúsinu.

Guðjón Þorsteinn Pálmarsson útskrifaðist hann frá leiklistardeild ArtsEd í Lúndúnum árið 2003. Fyrir jólin 2008 leikstýrði Guðjón sýningunni Lápur, Skrápur og jólaskapið hjá LA og var sú sýning tilnefnd til Grímunnar sem Barnasýning ársins. Guðjón var tilnefndur sem besti leikstjóri á ACT NOW hátíðinni 2005 fyrir sýninguna Allra kvikinda líki.