Sannleikurinn um lífið

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur

Staðsetning
Borgarleikhúsið, Litla svið

Frumsýning
6. febrúar 2009

Tegund verks
Einleikur

Pétur Jóhann Sigfússon þeysist um víðan völl í uppljóstrun sinni um lífsins sannleika í nýju verki eftir Sigurjón Kjartansson. Hinn alvitri þykist hafa fundið tilgang lífsins. Í Sannleikanum um lífið fást svör við spurningum eins og: Er dagurinn styttri hjá hundum? Afhverju eru fjögur hólf fyrir þvottaefni? Láta peningar jörðina snúast? Hvernig fara þeir að því? Og á ég eftir að endurholgast sem skítafluga?

Pétur Jóhann sem hefur notið vinsælda sem leikari í sjónvarpi og kvikmyndum stígur nú í fyrsta sinn á leiksvið í þessu einlæga og sprenghlægilega leikverki undir styrkri stjórn Stefáns Jónssonar.

Höfundur
Pétur Jóhann Sigfússon
Sigurjón Kjartansson 

Leikstjóri
Stefán Jónsson

Leikari í aðalhlutverki
Pétur Jóhann Sigfússon

Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson

Búningar
Snorri Freyr Hilmarsson

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Dansarar
Friðrik Árnason
Haffi Haff