Róðarí

Heiti verks
Róðarí

Lengd verks
U.þ.b. 1 klst og 30 mín.

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Fjögur systkini á miðjum aldri og móðir þeirra neyðast til að hittast þegar ein systirin veikist og þarf á hjálp að halda. Samheldni er ekki þeirra sterkasta hlið. Það er því þrautin þyngri að þurfa í sameiningu að ráða fram úr málum. Systkinin telja sig öll hafa fundið sér stað í tilverunni óháð hvert öðru. Stóra spurningin er hver eigi að axla ábyrgð á málum fjölskyldunnar þegar á reynir.

Átökin sem eiga sér stað á sviðinu snúast um mannúð og samstöðu gegn sérhyggju og eigingirni. Í þeirri glímu fara draugar fortíðarinnar á kreik og þar hefur hver sinn djöful að draga.

Fjórar af þekktustu leikkonum okkar stíga á svið í Róðaríi eftir nokkurt hlé frá leikhúsinu en auk þeirra leikur einn karlleikari af yngri kynslóð í verkinu.

Sviðssetning
Auðlind – leiklistarsmiðja

Frumsýningardagur
16. september, 2014

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó – miðstöð lista

Leikskáld
Hrund Ólafsdóttir

Leikstjóri
Erling Jóhannesson

Tónskáld
Garðar Borgþórsson

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson

Lýsing
Valdimar Jóhannsson

Búningahönnuður
Þórunn María Jónsdóttir

Leikmynd
Frosti Friðriksson

Leikarar
Kolbeinn Arnbjörnsson

Leikkonur
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Halldóra Björnsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/rodaritjarnarbio
www.karolinafund.com/project/view/552
midi.is/leikhus/1/8448