Peggy Pickit sér andlit guðs

Heiti verks
Peggy Pickit sér andlit guðs

Lengd verks
Uþb 1 klst og 20 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
HVAÐ ÞURFUM VIÐ EIGINLEGA AÐ BURÐAST LENGI MEÐ AFRÍKU Á SAMVISKUNNI?

Fyrir sex árum útskrifuðust tvö pör saman úr læknanámi. Þau voru bestu vinir og gerðu allt saman. En svo skildu leiðir. Lísa og Frank fengu góðar stöður á hátæknispítalanum hér heima og lifa góðu lífi: eiga stóra íbúð, fínan bíl og litla dóttur.

Katrín og Marteinn fóru aftur á móti til Afríku til starfa sem læknar án landamæra. Þau eiga ekkert. Nú eru þau loks komin heim og það kallar á endurfundi.

En hversu mikið eiga pörin ennþá sameiginlegt? Geta Lísa og Frank einhvern tímann sýnt ástandinu í Afríku skilning? Geta Katrín og Marteinn áttað sig á allri þeirri pressu sem hvílir á okkur sem heima sitjum? Það geta ekki allir bara farið og bjargað heiminum! Og hvernig gátu þau skilið eftir litlu munaðarlausu

stelpuna sem búið er að eyða svo miklum peningum í að bjarga? Af hverju tóku þau hana ekki með sér heim? Hver á núna að fá Peggy Pickit?

Siðferði, ábyrgð, samviskubit, vanmáttur, samkennd og nýjasta útgáfan af hinni geysivinsælu Peggy Pickit dúkku.

Roland Schimmelpfennig er þekktasta samtímaleikskáld Þjóðverja. Leikrit hans hafa verið sýnd um allan heim og einkennast af óvæntri sýn á mannfólkið. Eitt af megin- einkennum leikrita hans er hvernig hann vinnur með tímann og endurtekninguna, og reynir þannig skemmtilega á þanþol leikhússins. Peggy Pickit sér andlit guðs er hluti þríleiks um Afríku sem saminn var fyrir Vulcano-leikhúsið í Toronto, Kanada árið 2010 og tileinkaður flóknu sambandi álfunnar og hins vestræna heims.

Sviðssetning
Borgarleikhús

Frumsýningardagur
22. apríl, 2015

Frumsýningarstaður
Litla svið

Leikskáld
Roland Schimmelpfennig

Leikstjóri
Vignir Rafn Valþórsson

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson

Lýsing
Þórður Orri Pétursson

Búningahönnuður
Anna Rún Tryggvadóttir

Leikmynd
Anna Rún Tryggvadóttir

Leikarar
Hjörtur Jóhann Jónsson
Valur Freyr Einarsson

Leikkonur
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Maríanna Clara Lúthersdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is