Ofsi

Heiti verks
Ofsi

Lengd verks
75 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Ofsi er leikgerð upp úr samnefndri bók Einars Kárasonar frá árinu 2008 um átök Sturlungaaldar.

Sögusviðið er Ísland á þrettándu öld. Blóðugt tímabil hatrammra deilna og mikillar óvissu. Gissur Þorvaldsson snýr heim frá Noregi, fús til sátta við erkióvini sína, Sturlunga, eftir áralangan ófrið. Sturlungar efast um heilindi Gissurar en sannfærast þegar hann leggur til að sonur hans kvænist stúlku af ætt Sturlunga. Fjölmenni er boðið til brúðkaupsveislu að Flugumýri þar sem innsigla á friðinn. En þessar sættir eru ekki öllum að skapi. Eyjólfur ofsi glímir bæði við stórlynda eiginkonu og stríða lund. Í vígahug ríður hann með flokk manna að Flugumýri í veislulok.

Sviðssetning
Aldrei óstelandi í samvinnu við Þjóðleikhúsið.

Frumsýningardagur
23. nóvember, 2014

Frumsýningarstaður
Kassinn, Þjóðleikhúsið

Leikskáld
Marta Nordal, leikhópurinn, Jón Atli Jónasson

Leikstjóri
Marta Nordal

Tónskáld
Eggert Pálsson

Hljóðmynd
Eggert Pálsson og Kristján Einarsson

Lýsing
Lárus Björnsson

Búningahönnuður
Helga I. Stefánsdóttir

Leikmynd
Stígur Steinþórsson

Leikarar
Friðrik Friðriksson
Oddur Júlíusson
Stefán Hallur Stefánsson

Leikkonur
Edda Björg Eyjólfsdóttir

Söngvari/söngvarar
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Friðrik Friðriksson
Oddur Júlíusson
Stefán Hallur Stefánsson

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is
www.facebook.com/Aldreiostelandi?fref=ts