Myrkrið faðmar

Heiti verks
Myrkrið faðmar

Lengd verks
55 mín

Tegund
Dansverk

Um verkið
Við sátum í grasinu og myrkrið skall á. Einu heyranlegu hljóðin voru sjórinn og dans radda okkar. Nóttin fylltist af tónlist.
Við vetrarsólstöður þegar nóttin er sem lengst og þögnin er ærandi, brýst í gegn há og magnþrungin rödd Íslenska dansflokksins við nýja tónlist Sigur Rósar. Þau dansa, öskra og berjast til að losa sig við byrðir fortíðarinnar og faðma nóttina endalausu.

Frumsýningardagur
29. desember, 2017

Frumsýningarstaður
Flói – Harpa tónlistarhús

Danshöfundur
Erna Ómarsdóttir

Tónskáld
Sigur Rós og Valdimar Jóhannsson

Lýsing
Valdimar Jóhannsson

Búningahönnuður
Rebekka Jónsdóttir

Dansari/dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir, Elín Signý Weywadt, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Hannes Þór Egilsson, Halla Þórðardóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson & Þyri Huld Árnadóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
id.is/nordur-og-nidur/