Conspiracy Ceremony-HYPERSONIC STATES

Heiti verks
Conspiracy Ceremony-HYPERSONIC STATES

Lengd verks
55 minutes

Tegund
Dansverk

Um verkið
Í nýjasta verki Margrétar Söru Guðjónsdóttur, CONSPIRACY CEREMONY – HYPERSONIC STATES, heldur danshöfundurinn ásamt samstarfsfólki sínu til margra ára áfram að rannsaka til hlítar aðferðir sem beinast að rannsókn á huliðsheimi líkama og tilfinninga.

Margrét Sara hefur í verkum sínum þróað nýstárlegt tungumál og frumlegar vinnuaðferðir. Margóma samspil tilfinninga og hreyfinga sem sprottnar eru úr veröld mannslíkamans mynda kjarnann í HYPERSONIC STATES. Tilfinningar flæða hömlulaust um líkama dansaranna og kalla fram sterka og á stundum sársaukafulla reynslu hjá áhorfandanum.
Dansararnir fimm eru fulltrúar fjöldans, hvattir áfram af ósýnilegum krafti sem er í senn pólitískur og aflvekjandi og magnaðri en mannkyn allt. Tungumál líkamans opnar leið inn í undirmeðvitundina og áhorfendur upplifa líkamsbeitingu dansaranna líkt og á eigin skinni. Í sameiningu takast báðir aðilar á hendur ferðalag um ókannaðar lendur mannslíkamans og víðerni líkamlegrar nautnar og sársauka.

Meginviðfangsefnið í verki Margrétar Söru er mikilvægi nándarinnar og hún vinnur með afstöðu okkar til hins félagslega og pólitíska hlutverks líkamans. Margrét Sara hefur á síðastliðnum fimm árum unnið með þéttum hópi dansara og Peter Rehberg (PITA), raftónlistarmanni og útgáfustjóra Editions MEGO Austurríki.

Sviðssetning
Conspiracy Ceremony- HYPERSONIC STATES

Frumsýningardagur
8. nóvember, 2017

Frumsýningarstaður
Þýskalands frumsýning Sophiensaele leikhúsið í Berlín 8.11, Íslands frumsýning 15.11 í Smiðjunni á LÓKAL & Reykjav’ik Dance Festival

Danshöfundur
Margrét Sara Gudjónsdóttir

Hljóðmynd
Peter Rehberg

Lýsing
Martin Beeretz

Búningahönnuður
Margrét Sara Gudjónsdóttir

Leikmynd
Margrét Sara Gudjónsdóttir

Dansari/dansarar
Johanna Chemnitz, Catherine Jodoin, Laura Siegmund, Marie Topp, Suet-Wan Tsang

Youtube/Vimeo video

lykilorð fyrir báða tengla hér að neðan: M_S_private

verkið í heild sinni: http://vimeo.com/242934668

trailer: http://vimeo.com/244997430

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar

www.msgudjonsdottir.com