Lúkas

Heiti verks
Lúkas

Lengd verks
Um klukkustund

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Lúkas var fyrst sett á svið í Þjóðleikhúsinu árið 1975 og vakti mikla athygli en hefur legið ósnert síðan þá hérlendis. Hinsvegar hefur verkið verið sett upp í Englandi, Þýskalandi og víðar og eftir því hefur verið gerð eistnesk kvikmynd.

Verkið fjallar í stuttu máli um hjónin Ágúst og Sólveigu. Þau lifa frekar fábrotnu lífi, nema þegar Lúkas kemur í heimsókn, þá er öllu tjaldað til…

Guðmundur Steinsson er eitt af merkustu leikskáldum íslandssögunnar en verk hans hafa sorglega sjaldan ratað á íslenskt leiksvið í seinni tíð. Meðal hans þekktustu verka má nefna Sólarferð og Stundarfrið. Guðmundur lést árið 1996.

Sviðssetning
Lúkas fjallar um vald og valdbeitingu, um meðvirkni, huggun, ást og sjálfstæði. Það fjallar um hversu mikið við reiðum okkur á annað fólk og hvernig félagslega samlífið, sem getur verið svo nærandi og nauðsynlegt fyrir fólk, getur breyst í baneitrað sníkjulíf.

Óskabörn ógæfunnar er nýstofnaður leikhópur og er Lúkas annað verkið sem þau setja upp á stuttu tímabili. Seinastliðin jól settu þau upp sýninguna Nóttin var sú ágæt ein, jólasýningu fyrir fullorðna, við góðar viðtökur.

Frumsýningardagur
9. febrúar, 2013

Frumsýningarstaður
Eyjarslóð 9

Leikskáld
Guðmundur Steinsson

Leikstjóri
Vignir Rafn Valþórsson

Tónskáld
Birgir Ísleifur Gunnarsson

Lýsing
Magnús Arnar Sigurðarson

Leikarar
Björn Stefánsson
Hjörtur Jóhann Jónsson
Víkingur Kristjánsson