Lög unga fólksins

Heiti verks
Lög unga fólksins

Lengd verks
120 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
LA fær til liðs við sig í vetur framandverkaflokkinn Kviss Búmm Bang til að búa til verk með og fyrir unglinga. Eva Rún Snorradóttir, Eva Björk Kaaber og Vilborg Ólafsdóttir hafa getið sér gott orð fyrir þátttakandaleikhús sitt sem þykir einstakt í evrópsku samhengi. Í þeirra leikhúsi eru yfirleitt engir áhorfendur, einungis þátttakendur. Verk þeirra Eðlileikarnir og Safari hafa verið sýnd á stórum leiklistarhátíðum í Evrópu undanfarin tvö ár og virðist ekkert lát á vinsældum þeirra en þær hafa nú verið valdar til að taka þátt í þriggja ára evrópuverkefni þar sem þeim gefst kostur á að þróa og sýna verk sín víða um álfuna. Það er þvi mikill fengur fyrir okkur að fá þessar djúphyglu og skemmtilegu listakonur til liðs við okkur til að búa til markaðstorg ungdómsins í Rýminu, gömlu Dynheimum, næsta vor.

Frumsýningardagur
5. apríl, 2013

Frumsýningarstaður
Rýmið, Leikfélag Akureyrar

Leikskáld
Kviss búmm bang

Leikstjóri
Kviss búmm bang

Leikmynd
Kviss búmm bang

Leikarar
Ungir Akureyringar

Leikkonur
Ungir Akureyringar