Leigumorðinginn

Heiti verks
Leigumorðinginn

Lengd verks
120 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Eftir fimmtán ár í starfi er Henri Boulanger sagt upp. Í geðshræringu reynir hann að fyrirfara sér en kemur sér ekki til að ljúka verkinu þannig að hann ræður leigumorðingja á skuggalegum bar til að kála sér á ótilgreindum tímapunkti í framtíðinni. Strax að samningnum loknum hittir hann og verður ástfangin af blómasölustúlkunni Margaret, sem gerir honum ljóst að líf hans hefur eftir allt tilgang. Þegar hann fer til baka á barinn til að aflýsa samningnum við leigumorðingjann kemst hann að því að kráin hefur verið jöfnuð við jörðu og það er engin leið að hafa upp á ódæðismanninum.

Frumsýningardagur
19. október, 2012

Frumsýningarstaður
Samkomuhúsið, Leikfélag Akureyrar

Leikskáld
Aki Kaurismaki/Egill Heiðar Anton Pálsson

Leikstjóri
Egill Heiðar Anton Pálsson

Tónskáld
Georg Kári Hilmarsson

Hljóðmynd
Georg Kári Hilmarsson

Lýsing
Egill Ingibergsson

Búningahönnuður
Helga Mjöll Oddsdóttir

Leikmynd
Egill Ingibergsson

Leikarar
Einar Aðalsteinsson
Hannes Óli Ágústsson

Leikkonur
Aðalbjörg Árnadóttir
Anna Gunndís Guðmundsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikfelag.is