Macbeth

Heiti verks
Macbeth

Lengd verks
2 klst.

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Hið kynngimagnaða og blóðuga verk skáldjöfursins mikla, um metorðagirndina og hryllinginn sem hún getur leitt þá út í sem verða þrælar hennar.

Á nýjan leik glímir hinn margverðlaunaði leikstjóri Benedict Andrews við Shakespeare á íslensku leiksviði.

Því er spáð fyrir herforingjanum Macbeth að hann eigi eftir að verða konungur Skotlands. Hvattur áfram af eiginkonu sinni myrðir hann konunginn og sest sjálfur í hásætið. En ódæðið kallar á fleiri morð. Ótti, hatur og ofsóknaræði skjóta rótum og líkin hrannast upp í kringum Macbeth. Konungshjónin feta sig sífellt lengra inn í heim vitfirringar og dauða.

Benedict Andrews hefur sett á svið fjölda verðlaunasýninga í Ástralíu og Evrópu á undanförnum árum, nú síðast stórsýninguna Stóran og smáan sem frumsýnd var í Ástralíu og hefur verið sýnd í helstu leikhúsum Evrópu. Fyrir tveimur árum leikstýrði hann hér í Þjóðleikhúsinu verki Shakespeares Lé konungi og þótti sýningin mikill viðburður í íslensku leikhúslífi. Hún var óskoraður sigurvegari á Grímuverðlaunahátíðinni 2011, hlaut sex Grímuverðlaun, meðal annars fyrir sýningu ársins og leikstjórn ársins.

Í þessari uppsetningu á Macbeth halda Benedict Andrews og leikarar Þjóðleikhússins áfram að vinna á ferskan og persónulegan hátt úr þeim stórkostlega og sígilda efnivið sem leikrit Shakespeares eru. Þórarinn Eldjárn þýðir verkið, en hann þýddi einnig Lé konung og var þýðingin tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
26. desember, 2012

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
William Shakespeare

Leikstjóri
Benedict Andrews

Tónskáld
Oren Ambarchi

Hljóðmynd
Kristinn Gauti Einarsson

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
Helga I. Stefánsdóttir

Leikmynd
Börkur Jónsson

Leikarar
Arnar Jónsson
Atli Rafn Sigurðarson
Björn Thors
Friðrik Friðriksson
Hilmir Jensson
Hilmir Snær Guðnason
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Pálmi Gestsson
Snorri Engilbertsson

Leikkonur
Margrét Vilhjálmsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Saga Garðarsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/