Laddi lengir lífið

Heiti verks
Laddi lengir lífið

Lengd verks
90 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Enginn íslenskur skemmtikraftur hefur skapað jafn margar persónur sem komið hafa jafn mörgum til að hlæja jafn mikið, jafn oft og jafn lengi. En hver er hann og hvað er svona fyndið?

Við kynnum einstakan viðburð: kvöldstund með Ladda sjálfum. Á sýningunni fá áhorfendur tækifæri til að kynnast manninum á bak við gervin, grínið og grímurnar. Laddi ræðir um sambandið við persónurnar sem hann hefur skapað og að lokum mesta leyndardóminn, það er að segja: hver er Laddi og hvað gerir hann ef hann hefur ekki eitthvert gervi til að fela sig á bak við? Og hvernig kemur persónunum og Ladda saman?

Laddi gerir ýmislegt opinbert sem hann hefur hingað til þagað yfir, ljóstrar upp iðnaðarleyndarmálum og kitlar hláturtaugarnar í leiðinni eins og honum einum er lagið. Áhorfendur fá jafnvel að kynnast því hvernig maður fer að því að skapa eitt stykki eftirminnilegan grínkarakter.

Það er komið að því:

Í fyrsta sinn á Íslandi, Laddi … í eigin persónu!

Sviðssetning
Sena ehf framleiðir sýninguna í samstarfi við Ladda og Hörpu.

Frumsýningardagur
5. apríl, 2013

Frumsýningarstaður
Harpa

Leikskáld
Karl Ágúst Úlfsson

Leikstjóri
Sigurður Sigurjónsson

Hljóðmynd
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Lýsing
Rainer Elsenbraun

Leikmynd
Egill Eðvarðsson

Leikarar
Þórhallur Sigurðsson

Youtube/Vimeo video