Kvennafræðarinn

Heiti verks
Kvennafræðarinn

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Eldfjörug og ágeng leiksýning um allt sem konur og karlar vilja vita um kvenlíkamann!

Leikritið Kvennafræðarinn hefur notið mikilla vinsælda í Danmörku frá því að það var frumsýnt þar fyrir tveimur árum. Sýningin hlaut virtustu leiklistarverðlaun Dana, Reumertverðlaunin.

Leikritið er byggt á bókinni Kvinde kend din krop sem kom fyrst út í Danmörku árið 1975 og vakti mikla athygli með hispurslausri umfjöllun um konur, líkama þeirra, tilfinningar, frjósemi og kynlíf. Bókin þótti byltingarkennd, og varð vopn í baráttunni fyrir því að efla sjálfsvitund og sjálfsvirðingu kvenna. Hún hefur komið út í nýrri útgáfu á tíu ára fresti, og leikritið byggir á öllum útgáfum hennar. Hér á Íslandi kom bókin út endursamin undir heitinu Nýi kvennafræðarinn árið 1981.

Í leikritinu er viðfangsefnið nálgast í senn af fullri alvöru og leiftrandi húmor. Tveir leikarar, karl og kona, leiða okkur inn í leyndustu afkima líkamans og sálarinnar, skemmta okkur og fræða og nýta sér á frumlegan og óvæntan hátt möguleika leikhússins. Hvernig upplifir konan heiminn í gegnum líkama sinn? Hvað veit hún um sjálfa sig? Hvað gerist innra með henni þegar hún verður ástfangin? Hvernig fær hún fullnægingu? Hverjir eru órar hennar og dagdraumar?

Bráðfyndið og fjörugt leikhúsverk um hluti sem skipta bæði konur og karla miklu máli.

Charlotte Böving leikstýrir nú sinni fyrstu sýningu í Þjóðleikhúsinu en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum á Íslandi og í Danmörku sem leikari og leikstjóri.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
5. apríl, 2013

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Leikskáld
Kamilla Wargo Brekling

Leikstjóri
Charlotte Böving

Tónskáld
Kristinn Gauti Einarsson

Hljóðmynd
Kristinn Gauti Einarsson

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Ilmur Stefánsdóttir

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir

Leikarar
Jóhann G. Jóhannsson

Leikkonur
Maríanna Clara Lúthersdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/