Karma fyrir fugla

Heiti verks
Karma fyrir fugla

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Óvenjulegt nýtt íslenskt leikrit eftir tvær ungar skáldkonur, um ofbeldi, ójafnvægi, ranglæti og fegurð.

Þjóðleikhúsið kynnir til leiks tvö ný leikskáld, þær Kristínu Eiríksdóttur og Kari Ósk Grétudóttur sem báðar eru myndlistarmenntaðar. Kristín hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir ljóð sín og smásagnasafnið Doris deyr. Fyrsta skáldsaga hennar kemur út nú í haust.

Karma fyrir fugla er í senn ljóðrænt og sálfræðilegt verk um afleiðingar ofbeldis, heljartök fortíðarinnar á sálinni, ranglæti og fegurð.

Kannski er Elsa sautján ára stúlka sem er til sölu, kannski er hún miðaldra vændiskona, kannski heimilislaus gömul kona, kannski er hún 130 ára búddanunna. Kannski er Karma fyrir fugla að gerast einmitt hér og nú, kannski á öllum tímum og alls staðar.

Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir en hún hefur á undanförnum árum leikstýrt hér í Þjóðleikhúsinu rómuðum uppfærslum á nýjum íslenskum verkum, Utan gátta og Svörtum hundi prestsins.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
28. febrúar, 2013

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Leikskáld
Kari Ósk Grétudóttir, Kristín Eiríksdóttir

Leikstjóri
Kristín Jóhannesdóttir

Tónskáld
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Helgi Þórsson, Steinunn Harðardóttir

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
Anna Rún Tryggvadóttir

Leikmynd
Anna Rún Tryggvadóttir

Leikarar
Hilmir Jensson
Þorsteinn Bachmann

Leikkonur
Kristbjörg Kjeld
Maríanna Clara Lúthersdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/