Járnmör / Ironsuet

Heiti verks
Járnmör / Ironsuet

Lengd verks
20 mínútur

Tegund
Dansverk

Um verkið
Daglega í sex mánuði gerði danshöfundurinn heiðarlega tilraun og stundaði þekkta aðferð til að koma sálinni úr líkamanum í svefni. Markmiðið var að finna leið yfir í hlekklausan heim. Í vöku er einstaklingur í hlekkjum þjóðar og hugarfars, hann deilir þungum minningum. Í svefni er einstaklingur í öðrum heimi, laus við kúgun og hlekki og deilir dýpri sælu. Djúpt sokkinn einstaklingur á líf í báðum heimum en getur aðeins lifað í einum.

Kvæði sem höfundur orti um verkið:

Djúp er mín gröf
með mitt eitur í æðum
Mín tár eru villt, minn kæri vinur

Á tímum dauðans
var hrópað særða dýrið
en sjóðandi helvítið
var minn leiðarvísir

Skorpnu varirnar ég saug
svo girndin fraus
Ég lyktaði af nýju blóði

Að temja mína sál
var þitt hjartans mál
en djúp voru þau mistök
því sálað hold er orðin mín dýrslega mold

Hér lygg ég föl og fá, og legg í sölur mín sár
Týnd er mín æra og töpuð mín sál
Ég hugsa ey lengur um lífið

Í hvítum kufli ég sveif um heiminn svartan
regnblautt villimannshár mér á vegi var
Ég vonaðist til að minn andi yrði rændur
en þín dökku augun fylltust trega og tættust

Nú hafði mig tíminn að línunni leitt
þar lífið og eilífðin mætast
minn fótur var uppgefinn augað var þreytt
og andinn var hættur að kætast

Á meðan þyndin mín nötrar og skelfur
þunglega kvíðandi hinu ókomna
þá finn ég þann sting sem ég dýrið það bar
en þrjóskast samt beina leið áfram

En eitt skaltu vita áður en ég kveð
frá mínu nýja blóði munu tár mín aldrei framar glitra
því stórum sálum er aðeins leyft að lifa

Frumsýningardagur
8. mars, 2013

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Danshöfundur
Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir

Tónskáld
Tryggvi M. Baldvinsson, Amand Amar

Búningahönnuður
Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir

Leikmynd
Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir

Söngvari/söngvarar
Arnheiður Eiríksdóttir, Eggert Reginn Kjartansson, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, Ívar Vincent Smárason, Jón H Geirfinnsson, Kristín Einarsdóttir og Kristín Sveinsdóttir

Dansari/dansarar
Anna Kolfinna Kura, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Elísabet Birta Sveinsdóttir og Halla Þórðardóttir