Gættu þinnar tungu/Watch your tongue

Heiti verks
Gættu þinnar tungu/Watch your tongue

Lengd verks
18 mínútur

Tegund
Dansverk

Um verkið
Gættu þinnar tungu er frumsamið dansverk eftir Gígju Jónsdóttur. Óheiðarleiki, lygar, siðferðisreglur og réttlætiskennd eru lykilhugtök sem leiddu höfundinn áfram í sköpunarferlinu. Mannleg hegðun var því helsti útgangspunkturinn. Verkið fjallar um afbrigði samfélags dýrategundarinnar Homo sapiens. Þar gilda strangar reglur sem eru þó á skjön við þær siðferðisreglur sem við þekkjum. Meðlimir þessa samfélags þekkja allir afleiðingar samfélagsbrota og enginn vill gerast sekur um að brjóta þau.

Sviðssetning
Verkið samanstendur af tólf flytjendum sem bæði leika/dansa og flytja tónlist. Þrír klefar eru staðsettir á sviðinu alla sýninguna og eru þeir nýttir á fjölbreytilegan hátt, bregða sér í hin ýmsu hlutverk. Skír form, einfaldleiki og stílhreint yfirbragð einkennir sýninguna. Blá kuldaleg lýsing undirstrikar siðlaust andrúmloftið, á meðan hversdagsleg heimilislýsing gefur skírskotun í raunveruleikann. Höfundurinn reynir eftir fremsta megni að gera áhorfandann að þátttakanda í sýningunni með því að láta hann finna fyrir nálægð flytjenda, gefa honum smá matarsmakk og setja hann í hlutverk kviðdómsins.

Frumsýningardagur
9. mars, 2013

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Leikstjóri
Gígja Jónsdóttir

Danshöfundur
Gígja Jónsdóttir

Tónskáld
Finnur Sigurjón Sveinbjarnarson

Lýsing
Jóhann Bjarni Pálmason

Búningahönnuður
Hulda Dröfn Atladóttir

Leikmynd
Jón Þór Þorgrímsson

Leikarar
Albert Halldórsson, Bjarni Dagur Karlsson, Dagur Sævarsson, Einar Bjarni Björnsson, Finnur Sigurjón Sveinbjarnarson, Guðmundur Felixson og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.

Leikkonur
Anna Kolfinna Kuran, Gígja Jónsdóttir, Gígja Hólmgeirsdóttir, Heba Eir Kjeld og Sigrid Anna Jósefsdóttir Felzmann.

Dansari/dansarar
Albert Halldórsson, Anna Kolfinna Kuran, Bjarni Dagur Karlsson, Dagur Sævarsson, Einar Bjarni Björnsson, Finnur Sigurjón Sveinbjarnarson, Gígja Jónsdóttir, Gígja Hólmgeirsdóttir, Guðmundur Felixson, Heba Eir Kjeld, Sigrid Anna Jósefsdóttir Felzmann, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.