Íslenski fíllinn

Heiti verks
Íslenski fíllinn

Lengd verks
55 mín.

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
Miklir þurrkar geisa í Afríku – lítill, munaðarlaus fílsungi vill ekki farast. Hann hittir kríu sem hvíslar í eyra hans ævintýralegri sögu af eyju í norðri, þar sem finna megi óþrjótandi vatn í öllum mögulegum myndum. Fílsunginn ákveður að leggja upp í langt og erfitt ferðalag til að finna þennan ótrúlega stað.

Sagan um íslenska fílinn er skemmtileg og fyndin, en fjallar jafnframt um mikilvæga hluti, eins og þrautseigju og hugrekki til að takast á við hið óþekkta. En það getur reynst þrautin þyngri að aðlagast nýjum aðstæðum án hjálpar annarra.

Uppspretta sögunnar er djúpt þakklæti og virðing fyrir landinu okkar, veröldinni og íbúum þessarar jarðarkringlu.

Sviðssetning
Brúðuheimar og Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
17. september, 2016

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Brúðuloftið

Leikskáld
Bernd Ogrodnik, Hildur M. Jónsdóttir

Leikstjóri
Ágústa Skúladóttir

Tónskáld
Bernd Ogrodnik

Hljóðmynd
Magnús Örn Magnússon

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Ólöf Haraldsdóttir

Leikmynd
Bernd Ogrodnik

Leikarar
Bernd Ogrodnik

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/Syningar/naestu-syningar/syning/2356/islenski-fillinn