Jólaflækja

Heiti verks
Jólaflækja

Lengd verks
Uþb 50 mín

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
Einar er alltaf einn. Líka á jólunum.
En Einari leiðist aldrei. Hann finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Kryddstaukar verða hljóðfæri og baunadósir dansa. Hann er hinsvegar mikill klaufabárður.
Honum er til dæmis lífsins ómögulegt
að elda jólahangikjötið án þess að umturna íbúðinni eða skreyta jólatréð án þess að vefja ljósaseríunni utan um sjálfan sig og festa sig við tréð með hangikjötið fast í hárinu. En þótt enginn pakki sé undir trénu deyr Einar ekki ráðalaus.
Bergur Þór Ingólfsson hefur sett upp
vinsælar og margverðlaunaðar barnaog
fjölskyldusýningar eins og Horn á höfði,
Galdrakarlinn í Oz, Mary Poppins, Billy Elliot og Hamlet litla. Í tuttugu ár hefur hann verið á bakvið nefið á trúðnum Úlfari en hér stekkur hann fram með nýja persónu, klaufabárðinn Einar. Bráðfyndin barnasýning án orða
á jólaföstunni.

Sviðssetning
Borgarleikhús

Frumsýningardagur
26. nóvember, 2016

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Litla svið

Leikskáld
Bergur Þór Ingólfsson

Leikstjóri
Bergur Þór Ingólfsson

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson

Lýsing
Garðar Borgþórsson

Búningahönnuður
Móeiður Helgadóttir

Leikmynd
Móeiður Helgadóttir

Leikarar
Bergur Þór Ingólfsson

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is/syningar/jolaflaekja/