Hnykill

Hnykill

Sviðssetning
Hnykill listafélag

Sýningarstaður
Norðurpóllinn

Frumsýning
1. nóvember 2009

Tegund verks
Staðbundin sýning (Site Specific)

Hnykill er heiti á nýju verki í leikstjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur. Hér er um að ræða kraftmikla og skemmtilega Site Specific sýningu sem leiðir áhorfandann í ferðalag um mismunandi skynjanir heilans og óravíddir undirmeðvitundar. Sýningin verður sýnd á Norðurpólnum, sem er gamalt og hrátt vöruhúsnæði úti á Gróttu að Bygggörðum 5.

Í þessari sýningu leiða ýmsir listamenn saman hesta sína undir stjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur sem er listrænn stjórnandi ásamt Katrínu Þorvaldsdóttur og Ríkeyju Kristjánsdóttur. Fjöldi leikara, tónlistar- og myndlistarfólks koma að verkinu. Áhorfandinn leggur af stað í lítið ferðalag þar sem hann hittir fyrir persónur sem segja áhorfandanum ótrúlegar sögur um söknuð, ástarsorg, eftirsjá og gleði. Sýningin kemur víða við og tengir okkur við ólíkar skynjanir heilans og leyndardóma hans. Í raun hleypum við áhorfendum inn í undirmeðvitundina þar sem munur á draum og veruleika er ekki alltaf skýr.

Leikstjórn
Margrét Vilhjálmsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Hannes Óli Ágústsson
Magnús Guðmundsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Árni Salómonsson
Ásgerði Júníusardóttur
Berglind Ágústsdóttir
Gríma Kristjánsdóttir
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Halla Mía Ólafsdóttir
Halldóra Malin Pétursdóttir
Katrín Þorvaldsdóttir
Magnea Valdimarsdóttir
Ólöf Ingólfsdóttir
Sigurður Björn Blöndal
Védís Ólafsdóttir
Vilborg Ólafsdóttir

Leikmynd
Katrín Þorvaldsdóttir

Búningar
Ríkey Kristjánsdóttir

Lýsing
Arnar Ingvarsson

Tónlist
Helgi Rafn Ingvarsson
Ólöf Arnalds

Söngvarar
Ásgerður Júníusdóttir
Halldóra Malin Pétursdóttir

Hljóðmynd
Helgi Rafn Ingvarsson
Ólöf Arnalds

Innsetningar
Bjarni Massi
Júlía Embla Katrínardóttir
Karolina Bogusławska
Karolina Pavilka
Kristjan Zaklinsky
Marta Macuga
Ryan Patreka
Viktor Pétur Hannesson

– – – – – –

Margrét Vilhjálmsdóttir hefur tekið mjög virkan þátt í sýningum með líku sniði á síðustu árum. Í ár leikstýrði hún sýningunni „Orbis Terræ-ORA“ í Þjóðmenningarhúsinu og árið 2007 setti hún upp, ásamt Vatnadansmeyjafélaginu Hrafnhildi, sýninguna „Gyðjan í Vélinni“ í varðskipinu Óðni við mjög góðar viðtökur og var sú sýning tilnefnd til Grímunnar sama ár.