Harmsaga

Heiti verks
Harmsaga

Lengd verks
1 klst. 30 mín.

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Nýtt íslenskt leikrit um ofsafengin samskipti ungs pars.

Harmsaga er nútímaleg ástarsaga um allt sem heppnaðist og líka allt sem fór úrskeiðis. Í verkinu er af innsæi dregin upp mynd af ungum hjónum sem reyna hvað þau geta til að bjarga hjónabandinu sem er að tortíma þeim. Af vægðarleysi afhjúpar verkið ástir þeirra og sorgir, svikin loforð og brostna drauma.

Harmsaga er fyrsta leikrit Mikaels Torfasonar í Þjóðleikhúsinu, en hann hefur sent frá sér fjölda skáldsagna, leikrit og kvikmyndahandrit. Sýningin er jafnframt fyrsta uppsetning Unu Þorleifsdóttur leikstjóra í Þjóðleikhúsinu en hún er lektor við leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands og hefur meðal annars leikstýrt þar nokkrum sýningum.

Hinn heimsþekkti og virti tónlistarmaður John Grant semur nú í fyrsta sinn tónlist fyrir leikhús. Hann sendi nýlega frá sér plötuna Pale Green Ghosts sem hefur hlotið afar góðar viðtökur.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
20. september, 2013

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Leikskáld
Mikael Torfason

Leikstjóri
Una Þorleifsdóttir

Tónskáld
John Grant

Hljóðmynd
Kristinn Gauti Einarsson

Lýsing
Magnús Arnar Sigurðarson

Búningahönnuður
Eva Signý Berger

Leikmynd
Eva Signý Berger

Leikarar
Snorri Engilbertsson

Leikkonur
Elma Stefanía Ágústsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
leikhusid.is