Hamlet

Heiti verks
Hamlet

Lengd verks
um það bil 3 klukkustundir

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Það eru viðsjárverðir tímar. Þjóðir vígbúast. Herlið eru á hreyfingu. Við skyndilegt fráfall Danakonungs hefur Danmörk fengið nýjan konung. Sá er bróðir hins látna og hann hefur tekið sér ekkjuna Gertrude, móður Hamlets, fyrir eiginkonu. Þegar grunsemdir vakna hjá Hamlet Danaprins hefur hann rannsókn á láti föður síns og verður skyndilega ógn við öryggi ríkisins. Hamlet leitar sannleikans og átökin magnast þar sem fjölskyldan og ríkið skelfur.

Hamlet er mest leikna leikverk allra tíma en það hefur verið sviðsett fimm sinnum á Íslandi. Fyrstur Íslendinga til að leika prinsinn var Lárus Pálsson árið 1949. Gunnar Eyjólfsson lék hann árið 1963 og næstum aldarfjórðungi síðar eða árið 1987 fór Þröstur Leó með hlutverkið í Iðnó. Hilmir Snær var Hamlet árið 1997 og loks Ívar Örn Sverrisson í uppfærslu LA árið 2002.

Sviðssetning
Borgarleikhús – Stórasvið

Frumsýningardagur
11. janúar, 2014

Frumsýningarstaður
Borgarleikhús Stóra svið

Leikskáld
William Shakespeare

Leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson

Tónskáld
Úlfur Eldjárn

Hljóðmynd
Baldvin Þór Magnússon / Úlfur Eldjárn

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
María Ólafsdóttir

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir

Leikarar
Ólafur Darri Ólafsson Hilmar Jónsson
Hilmar Guðjónsson
Jóhann Sigurðarson Sigurður Þór Óskarsson
Halldór Gylfason
Hjörtur Jóhann Jónsson

Leikkonur
Elva Ósk Ólafsdóttir
Hildur Berglind Arndal

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is