Hús Bernhörðu Alba

Heiti verks
Hús Bernhörðu Alba

Lengd verks
Uþb tvær og hálf klukkustund

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Ekkjan Bernharða Alba fyrirskipar átta ára sorg vegna fráfalls eiginmanns síns og föður dætranna fimm. Hún heldur þeim ásamt aldraðri móður og þjónustustúlkum föngnum í húsi sínu án samskipta við umheiminn. Hún er heimilisharðstjóri. En þrátt fyrir að ytri aðstæður séu óbærilegar, þá er ekki hægt að bæla tilfinningarnar sem krauma undir niðri. Dæturnar eru allar við það að springa af þrá eftir frelsi, ást og betra lífi. Þegar svo tvær þeirra verða ástfangnar af sama manninum bresta allar hömlur og tilfinningarnar sjóða upp úr með ófyrirséðum afleiðingum.

Federico García Lorca (1898–1936) er þekktasta og mikilvægasta ljóð- og leikskáld Spánverja á tuttugustu öld. Kvenlýsingar Lorca eru engu líkar. Hús Bernhörðu Alba er eitt þekktasta verk hans. Það er samið skömmu fyrir borgarastyrjöldina á Spáni og lýsir átökum valds og frelsisþrár, menningar og náttúru, siðsemi og kynhvatar. Valið stendur um frelsið eða dauðann.

Kristín Jóhannesdóttir stýrir hér frábærum hópi listamanna í uppsetningu sem er samtal nútímans við sögusvið Lorca. Síðustu leiksýningar Kristínar í Borgarleikhúsinu voru Beðið eftir Godot og Rautt sem báðar hlutu verðskuldaða athygli og lof.

Sviðssetning
Borgarleikhús

Frumsýningardagur
18. október, 2013

Frumsýningarstaður
Gamla bíó

Leikskáld
Federico Garcia Lorca

Leikstjóri
Kristín Jóhannesdóttir

Danshöfundur
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Tónskáld
Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir

Hljóðmynd
Ólafur Örn Thoroddsen

Lýsing
Þórður Orri Pétursson

Búningahönnuður
Þórunn María Jónsdóttir

Leikmynd
Brynja Björnsdóttir

Leikarar
Þröstur Leó Gunnarsson

Leikkonur
Charlotte Bøving Esther Thalía Casey
Hanna María Karlsdóttir Harpa Arnardóttir
Hildur Berglind Arndal Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Maríanna Clara Lúthersdóttir Nína Dögg Filippusdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir Unnur Ösp Stefánsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Söngvari/söngvarar
Kvennakórinn Vox feminae

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is