Halla og Kári

Sviðssetning
Hafnarfjarðarleikhúsið

Sýningarstaður
Hafnarfjarðarleikhúsið

Frumsýning
26. janúar 2008

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Trúir þú á útilegumenn? Hvar hafast íslenskir útilegumenn við og hvað hafast þeir að?
Liggja þeir kannski á sofa í íbúð í Reykjavík, horfa á gervihnattasjónvarp og láta sig dreyma stóra drauma um skjótfenginn gróða?

Halla og Kári er léttgeggjað leikrit um heitar ástir, eiturlyfjasmygl og samskipti við útlendinga. Er þetta íslenskur veruleiki eða verulega brengluð veruleikaskynjun? Halla og Kári eru leiksoppar í ólgusjó örlaganna og trúa því að ástin sigri að lokum. En fyrst þurfa þau að græða svolítinn pening.

Höfundur
Hávar Sigurjónsson

Leikstjórn
Hilmar Jónsson

Dramatúrgur
Gréta María Bergsdóttir

Leikari í aðalhlutverki
Erling Jóhannesson

Leikkona í aðalhlutverki
María Pálsdóttir 

Leikarar í aukahlutverkum
Hjálmar Hjálmarsson
Þorsteinn Bachman 

Leikkona í aukahlutverki
Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Leikmynd
Finnur Arnar Arnarsson

Búningar
Þórunn María Jónsdóttir

Leikgervi
Ásta Hafþórsdóttir

Lýsing
Garðar Borgþórsson 

Tónlist
Benni Hemm Hemm – Benedikt Hermann Hermannsson