Guð blessi Ísland – útvarpsleikrit

Höfundar
Malte Scholz
Símon Birgisson

Leikstjóri
Símon Birgisson

Hljóðvinnsla
Hjörtur Svavarsson

Leikendur
Bragi Kristjónsson
Ellý Ármannsdóttir
Geir Jón Þórisson
Gísli S. Einarsson
Kjartan Ragnarsson
Lilja Árnadóttir
Vésteinn Gauti Hauksson
Vignir Rafn Valþórsson

Guð blessi Ísland er útvarpsleikrit sem notar stíl heimildaleikhússins til að fjalla um fjármalahrunið.

Sögusviðið er lítill bær á Íslandi.  Þar hefur verið framinn glæpur og þeir seku ganga enn lausir. Við kynnumst bæjarbúum sem allir hafa sínar hugmyndir um glæpinn. Bæjarstjórinn hefur tapað lífeyrissparnaðinum, lögreglumaðurinn syngur íslensk ættjarðarlög, sparnaðarráðgjafi bæjarins neitar að borga lánin sín og starfsmaður bæjarsafnsins safnar pottum, pönnum og öðrum minjagripum úr byltingunni sem fylgdi í kjölfar glæpsins.

Í Bæjarleikhúsinu er verið að sýna Kardemommubæinn og leikritið Milljarðamærin snýr aftur – sem fjallar líka um glæp, siðferði og mannlegt eðli. Leikritið verður rauði þráður sögu bæjarbúa sem standa einnig frammi fyrir erfiðum valkostum þegar lífsgrundvelli þeirra er ógnað.

Flutningstími
49 mínútur

Frumflutt
27. september 2009

Unknown-7