Frelsarinn

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Leikfélag Akureyrar
Neander 

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið 
Samkomuhúsið

Frumsýning
22. nóvember 2007

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Leikhúslistamaðurinn Kristján Ingimarsson er höfundur sýningarinnar Frelsarinn. Leikhópur Kristjáns, Neander, hefur sýnt sýningu þessa við glimrandi undirtektir í Danmörku að undanförnu. Kristján sýndi einleik sinn Mike Attack hér á landi sunnan og norðan heiða á síðasta leikári og snýr nú aftur með stórpólitískt dansk/íslenskt samstarfsverkefni. Kristján leitar að þessu sinni í heilaga ritningu og spinnur myndræna og líkamlega krefjandi sýningu sem ögrar mörgum lögmálum, skráðum og óskráðum.

Aðalsöguhetjan í verkinu fær skilaboð um að hann sé frelsarinn og sé gæddur einstökum hæfileikum. En hvers konar frelsari er hann? Með slík völd og trú á sjálfum sér eru honum allir vegir færir svo lengi sem múgurinn fylgir. Frelsarinn er tilkomumikil sýning, án orða, þar sem blandað er saman leiklist, dansi og bardagaíþróttum.

Leiksýningin Frelsarinn (eða Frelserens Genkomst) var búin til á Akureyri veturinn 06/07 með styrk frá danska leiklistarráðinu, Wilhelm Hansens Fonden, Akureyrarbæ, Glitni, Icelandair, ofl. Fjöldi íslenskra og danskra listamanna komu til Akureyrar og unnu að sýningunni í rúma tvo mánuði Sýningin var frumsýnd við frábærar undirtektir í Kaupmannahöfn þann 7. mars.

Höfundur
Kristján Ingimarsson

Leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson

Leikari í aðalhlutverki
Kristján Ingimarsson

Leikari í aukahlutverki
Bo Madvig

Leikkona í aukahlutverki
Camilla Marienhof

Leikmynd
Kristian Knudsen 

Búningar
Julie Forchhammer 

Lýsing
Aðalsteinn Stefánsson 

Tónlist
Rúnar Þór Magnússon