Fool 4 Love

Sviðssetning
Silfurtunglið

Sýningarstaður
Austurbær

Frumsýning
29. desember 2007

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Fool 4 Love eftir Sam Shepard trónir að margra mati á toppnum sem besta nútímaleikrit Bandaríkjamanna. Verkið er ástríðufullt og einkennist af hraða, spennu og beittum húmor.

Fyrrum elskendur hittast á yfirgefnu vegamóteli í útjaðri Mojave eyðimerkurinnar. May er á flótta undan Eddie en þrátt fyrir erfiðleika og ofbeldisfull samskiptin er ástin ekki langt undan. Eldri maður situr á veröndinni og talar við áhorfendur en nærvera hans er sveipuð dularfullum leyndarmálum fortíðarinnar. Skyndilega rennur bíll í hlaðið og það er skotið úr haglabyssu. Af hverju geta May og Eddie ekki verið saman? Að sýningunni Fool 4 Love stendur nýstofnað leikfélag, Silfurtunglið.

Höfundur
Sam Shepard

Leikstjóri
Jón Gunnar Þórðarson 

Leikari í aðalhlutverki
Sveinn Ólafur Gunnarsson 

Leikkona í aðalhlutverki
Þóra Karítas Árnadóttir

Leikarar í aukahlutverkum
KK – Kristján Kristjánsson
Magnús Guðmundsson

Leikmynd
Ragnheiður Mekkín Ragnarsdóttir

Búningar
Rannveig Eva Karlsdóttir

Lýsing
Jón Þorgeir Kristjánsson

Hljóð
Sindri Þórarinsson

Tónlist
KK – Kristján Kristjánsson 

Söngvari
KK – Kristján Kristjánsson