Framhjá rauða húsinu og niður stigann

Heiti verks
Framhjá rauða húsinu og niður stigann

Lengd verks
60 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Verkið Framhjá rauða húsinu og niður stigann er byggt á þremur frumsömdum einleikjum sem eru fléttaðir saman til að mynda sérstæða heild. Heildarmyndin gefur svo betra samhengi fyrir þær sögur sem sagðar eru.

Verkið fjallar um þrjá ófullkomna einstaklinga sem allir reyna að fóta sig í fallvöltum heimi og tekst það misvel. Persónurnar standa allar fyrir taumlausa einstaklingshyggju og önnur einkenni sem við þekkjum öll í sjálfum okkur og öðrum. Ein persónan er þjökuð af útlitsdýrkun og lágu sjálfsmati, ein heldur að öll vandamál heimsins leysist með samfélagsmiðlum og skyndilausnum og sú síðasta er hrokagikkur sem reynir að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra. Verkið sýnir varhugaverð vestræn gildi nútímans í spéspegli og gegnumgangandi er fyrsta flokks húmor og fyrsta heims harmur.

Sviðssetning

Verkefnið er sett upp af nýstofnaða atvinnuleikhópnum Umskiptingum, og er liður í fyrsta starfsári þeirra. Umskiptingar samanstanda af ungu, menntuðu sviðslistafólki á Norðurlandi eystra, þeim Birnu Pétursdóttur, Jennýju Láru Arnórsdóttur, Margréti Sverrisdóttur, Sesselíu Ólafsdóttur og Vilhjálmi B. Bragasyni. Þetta verður fyrsta verk hópsins, en verkið var nýlega skrifað af þremur meðlimum hópsins og því er um nýtt íslenskt verk að ræða.

Frumsýningardagur
24. ágúst, 2017

Frumsýningarstaður
Hlaðan, Litla-Garði, Akureyri

Leikskáld
Birna Pétursdóttir, Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason

Leikstjóri
Margrét Sverrisdóttir

Tónskáld
Axel Ingi Árnason

Hljóðmynd
Axel Ingi Árnason

Lýsing
Jóhann Pétur Aðalsteinsson

Búningahönnuður
Eva Björg Harðardóttir

Leikmynd
Eva Björn Harðardóttir

Leikarar
Vilhjálmur B. Bragason

Leikkonur
Birna Pétursdóttir, Sesselía Ólafsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/umskiptingar