Flækjur

Heiti verks
Flækjur

Lengd verks
uþb 4 klst

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Flækjur, hæli í Borgarleikhúsinu, er óvænt og áhugaverð leikhúsreynsla í boði framand-verkaflokksins Kviss búmm bang í samstarfi við leikmyndahönnuðinn Tinnu Ottesen. Flokkurinn hefur ferðast víða um heim og hlotið einróma lof fyrir áhugaverðar og frumlegar sýningar af ólíku tagi.

Lausir við hvers kyns samskiptatæki og tól leggjast þátttakendur inn á hælið, dvelja í leikhúsinu og horfast í augu við allar þær flækjur sem lífið leggur okkur á herðar. Hælið er tilraunakennd meðferðarstöð við því að vera manneskja. Hér er í boði að gefast upp. Leggja allt frá sér. Lúta höfði. Aðeins örfá pláss eru laus í hælisdvölina, sem stendur yfir frá kl. 18.00 til miðnættis. Boðið er upp á kvöldverð og kvöldnasl.
Kviss búmm bang er hópur þriggja kvenna sem hafa starfað saman frá árinu 2009. Hópurinn hefur unnið að því að þróa verk sem krefjast þátttöku áhorfenda og miða að því að leiða þá inn í tilbúnar kringumstæður þar sem þeir fylgja leiðbeiningum og upplifa nýstárlega sviðsetningu á raunveruleikanum og viðteknum hugmyndum. Sýningin er unnin í samvinnu við leikmyndahönnuðinn Tinnu Ottesen sem hefur komið víða við á ferli sínum og hannað rými og leikmyndir fyrir leikhús, kvikmyndir, dansverk og innsetningar.
Hópurinn hefur sýnt verk sín á virtum leiklistarhátíðum víða um heim, t.a.m Wiener Festwochen, Baltic Circle Helsinki, Spring Festival Utrecht og Mladi Festival í Ljubljana.

Sviðssetning
Borgarleikhúsið

Frumsýningardagur
28. ágúst, 2014

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið allt

Leikskáld
Eva Rún Snorradóttir, Eva Björk Kaaber, Vilborg Ólafsdóttir

Leikmynd
Tinna Ottesen

Leikarar
Guðjón Davíð Karlsson
Bergur Þór Ingólfsson

Leikkonur
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir
Halldóra Geirharðsdóttir
Jóhanna Vigdís Arnardóttir

Söngvari/söngvarar
Berglind Björk Jónasdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is