Er ekki nóg að elska?

Heiti verks
Er ekki nóg að elska?

Lengd verks
Uþb 2 klst 30 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
SUM SVIK ERU SVO STÓR AÐ ÞAU VERÐA EKKI GRAFIN

Er ekki nóg að elska? er raunsæisleg og kraftmikil fjölskyldusaga sem lýsir fjölskylduátökum um leyndarmál sem ekki mega koma upp á yfirborðið því þau sverta þar með minningu mektarmanns. Jarðarför hans stendur fyrir dyrum og ekkjan berst hetjulega fyrir sóma hússins og minningu mikils stjórnmálamanns og hreinskiptins eiginmanns sem hefur gert afar óvenjulega kröfu í erfðaskránni.

Birgir Sigurðsson er eitt fremsta núlifandi leikskáld okkar. Fyrsta leikrit hans, Pétur og Rúna, var sett á svið árið 1973. Leikritið vann til fyrstu verðlauna, ásamt Kertalogi Jökuls Jakobssonar, í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur í tilefni af 75 ára afmæli félagsins árið 1972.

Dagur vonar var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1987 og 2007 og naut gífurlegra vinsælda í bæði skiptin. Leikritið var einnig tekið upp fyrir sjónvarp og tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1989.

Sviðssetning
Borgarleikhúsið

Frumsýningardagur
20. mars, 2015

Frumsýningarstaður
Nýja svið

Leikskáld
Birgir Sigurðsson

Leikstjóri
Hilmir Snær Guðnason

Tónskáld
Björn Jörundur Friðbjörnsson

Hljóðmynd
Ólafur Örn Thoroddsen

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Stefanía Adolfsdóttir

Leikmynd
Vytautas Narbutas

Leikarar
Sveinn Ólafur Gunnarsson
Guðjón Davíð Karlsson

Leikkonur
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Kristbjörg Kjeld
Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is