Endatafl

Heiti verks
Endatafl

Lengd verks
1 klst og 45 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Fjórir leikarar…, fjórar persónur lokaðar inni í byrgi. Eru þetta endalokin? Það er augljóst að mikið liggur undir. Allt jarðlífið.
„Það er fátt jafn hlægilegt og óhamingjan. Hún er það hlægilegasta í heiminum,“ segir ein þeirra. Í þessu tragíkómíska verki Samuels Beckett eru harðstjórn og undirgefni í stöðugu samspili.
Spyrja má hvort taflmennska Becketts felist ekki í því að horfast í augu við smákónginn og þrælinn sem leynist innra með honum sjálfum og reyndar hverjum og einum. Þess vegna snertir þetta verk okkur öll.
Endatafl er annað frægasta leikrit Nóbelverðlaunahafans írska, Samuels Beckett, tvímælalaust eins áhrifamesta leikskálds tuttugustu aldarinnar. Hitt verkið er Beðið eftir Godot.
Endatafl var frumsýnt 1957 í skugga kjarnorkuógnar. Enn er samfélögum og í raun öllu jarðlífi ógnað af skammsýni mannanna og verkið skírskotar þannig beint til samtímans.

Sviðssetning
Leikhópurinn Svipir ehf framleiðir leiksýninguna með styrk frá Menntamálaráðuneytinu. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar 2015

Frumsýningardagur
1. maí, 2015

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Leikskáld
Samuel Beckett

Leikstjóri
Kristín Jóhannesdóttir

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
Þórunn María Jónsdóttir

Leikmynd
Kristín Jóhannesdóttir

Leikarar
Þorsteinn Bachmann
Þór Tulinius
Stefán Jónsson

Leikkonur
Harpa Arnardóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/Endatafl?fref=ts