Crescendo

Heiti verks
Crescendo

Lengd verks
um 50 mín.

Tegund
Dansverk

Um verkið
Crescendo er nýtt íslenskt dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur, umvafið reyk, rödd og rythma. Crescendo sækir innblástur í vinnusöngva og erfiðisvinnu kvenna, hvernig það að raula og syngja hefur verið notað í gegnum tíðina til að létta undir líkamlegri vinnu og stilla saman strengi kvenna og skapa samhug þeirra á milli.

Crescendo birtist okkur ekki sem hápunktur, heldur sem þögul alda. Hún líður hljóðlega hjá gegnum þrjá líkama, samofna í flæði síbreytilegra hreyfinga, söngva og hlustunar.

Þessi sóló hins þrefalda höfuðs, raddar og líkama, skapar rými fyrir mikla mýkt, umönnun og natni, þar sem þrjár konur vinna að því að verða ein.

Danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir sækir í sögu líkamlegrar vinnu kvenna og sérstaklega til endurtekinna hreyfinga og söngva, með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir nána kvenlæga samveru, samhug og samruna.

Sviðssetning
Í sviðsetningu Katrínar Gunnarsdóttur

Frumsýningardagur
22. mars, 2018

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Danshöfundur
Katrín Gunnarsdóttir

Hljóðmynd
Baldvin Magnússon

Lýsing
Jóhann Friðrik Ágústsson

Búningahönnuður
Eva Signý Berger

Leikmynd
Eva Signý Berger

Dansari/dansarar
Heba Eir Kjeld
Snædís Lilja Ingadóttir
Védís Kjartansdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.katringunnarsdottir.com