Ástverk ehf

Sviðssetning
Iðnaðarmannaleikhúsið

Sýningarstaður
Hafnarfjarðarleikhúsið

Frumsýning
11. desember 2008

Tegund verks
Leiksýning 

Ástmar er fljótfær iðnaðarmaður sem vinnur fyrir verktakafyrirtækið HafnarVerk. Til þess að græða meira á vinnu sinni stofnar Ástmar eigið fyrirtæki, Ástverk ehf. og stelur verkefni frá HafnarVerki. Fyrsta verk Ástverks ehf. felst í því að endurinnrétta íbúð í Fossvoginum. Það eina sem vantar er góður maður til að spjalla við í kaffinu. Ef þú ert með góð verk, góða menn og ehf. geturðu ekki klikkað. Grímur, vinur Ástmars, felst á að vinna með Ástmari og hætta hjá HafnarVerki.

Ástverk ehf. er saga þessara tveggja manna og sagan af því hvernig þeim tekst ásamt Vidda, frænda Gríms, að vinna verk sem virðist á köflum vera óðs manns æði. Að minnsta kosti svona í miðri kreppunni.

Höfundur
Leikhópurinn

Leikstjórn
Árni Kristjánsson

Leikari í aðalhlutverki
Finnbogi Þorkell Jónsson

Leikarar í aukahlutverkum
Bjarni Snæbjörnsson
Páll Sigþór Pálsson

Leikmynd
Leikhópurinn

Lýsing
Garðar Borgþórsson

Tónlist
Lydía Grétarsdóttir 

Hljóðmynd
Lydía Grétarsdóttir