Ástardrykkurinn

Ástardrykkurinn

Sviðssetning
Íslenska óperan

Sýningarstaður
Íslenska óperan

Frumsýning
25. október 2009

Tegund verks
Ópera

Ástardrykkurinn (L’elisir d’amore) eftir Donizetti var saminn árið 1832 og þykir ein skemmtilegasta ópera tónbókmenntanna. Í þessari gamanóperu, sem er lífleg ástarsaga, segir frá hinum unga sveitastrák Nemorino sem er ástfanginn af hinni ríku og fögru Adinu, en herforinginn Belcore hefur einnig miklar mætur á henni. Í því skyni að vinna ástir hennar kaupir Nemorino ástardrykk af „töfralækninum” Dulcamara. Þegar Adina kemst að því að Nemorino hefur orðið að skrá sig í herinn til að festa kaup á drykknum er hún hrærð og sér hve heit og sönn ást hans er. Hún greiðir fyrir lausn hans undan herskyldu, parið nær loksins saman og hin sanna ást sigrar að lokum.

Einvalalið ungra íslenskra söngvara syngur aðalhlutverkin í sýningunni. Með hlutverk unga mannsins, Nemorino, fer Garðar Thór Cortes, með hluverk ungu stúlkunnar, Adinu, fer Dísella Lárusdóttir, með hlukverk kuklarans Dulcamara fer Bjarni Thor Kristinsson, í hlutverki keppinautarins Belcore er Ágúst Ólafsson og með hlutverk vinkonunnar Gianettu fer Hallveig Rúnarsdóttir. Þá syngja einnig þau Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson hlutverk Adinu og Nemorino á sýningatímabilinu.

Astardrykkurinn_Pl_minna_VEFUR

Höfundur
Gaetano Donizetti

Leikstjórn
Ágústa Skúladóttir

Leikmynd
Guðrún Öyahals

Búningar
Katrín Þorvaldsdóttir

Lýsing
Páll Ragnarsson

Söngvarar
Ágúst Ólafsson
Bjarni Thor Kristinsson
Dísella Lárusdóttir
Garðar Thor Cortes
Gissur Páll Gissurarson
Hallveig Rúnarsdóttir
Þóra Einarsdóttir

Kór Íslensku óperunnar

Hljómsveitarstjóri
Daníel Bjarnason

Hljómsveit
Hljómsveit Íslensku óperunnar

– – – – – – – – – – – –

Íslenska óperan hóf starfsemi sína undir lok 8. áratugar síðustu aldar og er því sannarlega ung að árum, ekki síst ef borið er saman við aldur rótgróinna óperuhúsa í Evrópu sem telja aldur sinn í árhundruðum. En aldrei hefur skort á atorku og metnað hjá þessari ungu stofnun og ætlar hún sér fastan og mikilvægan sess í íslensku menningarlífi til frambúðar.

Eitt helsta markmið Íslensku óperunnar hefur frá upphafi verið að styrkja atvinnugrundvöll fyrir íslenska söngvara, en starfsemin hefur auk þess fjölþættan listrænan og menningarlegan tilgang. Takmarkið er að bjóða upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá yfir vetrarmánuðina þannig að óperuáhugafólk geti gengið að því vísu að Íslenska óperan sé jafnan með eitthvað áhugavert á boðstólum. Við val á verkefnum næstu misseri verður komið víða við. Þegar um stærstu verkefnin er að ræða munu skiptast á vel þekktar óperur og sjaldséðari verk, bæði gömul og ný.