Af ástum manns og hrærivélar

Sviðssetning
CommonNonsense
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Frumsýning
20. maí 2010

Tegund verks
Leiksýning

Hjartnæmur heimilistækjasirkus með látbragðsleikaranum Kristjáni Ingimarssyni og hinni fjölhæfu leikkonu Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Tugþraut í tengiflugi, nilfisksjónhverfingar, hrærivélasamdrættir og fleiri töfrandi uppákomur hjá þessu undursamlega sambýlisfólki. Einstakur húmor, færni og hugmyndaflug hafa verið einkennismerki listafólksins sem kemur að þessu verki, en fjórmenningarnir vinna nú að sinni fyrstu sýningu saman.

„Á morgun skulum við gera eitthvað alveg nýtt.”

Höfundar
Ilmur Stefánsdóttir
Kristján Ingimarsson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Valur Freyr Einarsson

Leikstjórn
Valur Freyr Einarsson 

Leikari í aðalhlutverki
Kristján Ingimarsson

Leikkona í aðalhlutverki
Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir 

Búningar
Ilmur Stefánsdóttir 

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Tónlist
Davíð Þór Jónsson

Hljóðmynd
Davíð Þór Jónsson

Dansarar
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Kristján Ingimarsson

Danshöfundur
Leikhópurinn

– – – – – –

Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950 og hefur því starfað í yfir hálfa öld. Um fjórar milljónir áhorfenda hafa sótt sýningar leikhússins frá upphafi. Starfsemi Þjóðleikhússins er fjármögnuð að þrem fjórðu hlutum með framlagi af fjárlögum, en einum fjórða með sjálfsaflafé. 

Leikið er á fjórum leiksviðum í Þjóðleikhúsinu, Stóra sviðinu með um 500 sæti í áhorfendasal, Leikhúsloftinu sem rúmar um 80 manns, Kúlunni í kjallara íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar að Lindargötu 7 með um 100 sæti, og í sömu byggingu er hið nýja leiksvið Kassinn, sem er með um 140 sæti.

Þjóðleikhúsið leggur áherslu á að efla íslenska leikritun með flutningi nýrra innlendra verka og kynna áhorfendum jafnframt það sem forvitnilegast er að gerast í erlendri leikritun. Einnig eru flutt sígild verk, barnaleikrit, söngleikir og óperur. 

Á hverju leikári starfa milli fjögur og fimm hundruð manns í Þjóðleikhúsinu.

Í hverri leiksýningu er fólgin mikil vinna. Samhliða leikæfingum og vinnu listrænna stjórnenda hverrar sýningar vinnur starfsfólk ólíkra deilda Þjóðleikhússins vikum saman að undirbúningi. Má þar nefna sviðsmenn, starfsfólk saumastofu, leikmunadeildar, hárgreiðslu- og förðunardeilda, ljósadeildar, hljóðdeildar og kynningar- og fræðsludeilda. 

Þjóðleikhúsið leggur metnað sinn í að bjóða áhorfendum leiklist í hæsta gæðaflokki.

Hlutverk Þjóðleikhússins er að:

•    Glæða áhuga landsmanna á leiklist og þeim listgreinum sem tengjast leiksviði með fjölbreyttu úrvali sýninga.

•    Örva innlenda leikritun og aðra höfundavinnu og stuðla að aukinni samvinnu sviðslistamanna.

•    Stuðla að framþróun í greininni með því að leggja áherslu á faglega úrvinnslu og listræna framsetningu.

•    Efla leiklistaruppeldi með framboði á sýningum sérstaklega ætluðum börnum og ungmennum.

•    Efna til umræðna og verkefna á sviði leiklistar í samvinnu við skóla, félagasamtök og stofnanir.

•    Miðla leiklist um landið með leikferðum og samvinnuverkefnum.