White for Decay

White for Decay

Sviðssetning
Íslenski dansflokkurinn

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja sviðið

Frumsýning
4. mars 2011

Tegund verks
Danssýning

Verkið er samið fyrir sex dansara og spiladós. Fjórir dansarar flytja verkið sem fjallar um líf og sambönd fólks í óvenjulegum aðstæðum. Hvernig erfiðar aðstæður geta breytt manneskju eða persónuleika þeirra varanlega. Hvernig örvænting líkamnast, fólk virðist breytast í skuggann af sjálfum sér. Í hugmyndavinnu fyrir verkið var farið víða og meðal annars unnið út frá fréttagreinum úr „Öldin okkar 1939-51″

Verkið var samið í samvinnu við Íslenska dansflokkinn og Prologus Leikritunarsjóð Þjóðleikhússins.

Danshöfundur
Sigríður Soffía Níelsdóttir

Dansarar
Ásgeir Helgi Magnússon
Cameron Corbett
Hannes Þór Egilsson
Sigríður Soffía Níelsdóttir

Búningar
Ellen Loftsdóttir

Lýsing
Kjartan Þórisson

Tónlist/Hljóðmynd
Jóhann Friðgeir Jóhannson

White_for_Decay_5465

– – – – – –

Sigríður Soffía Níelsdóttir hóf nám við Jazzballettskóla Báru árið 1997 auk þess að stunda ballett við Klassíska Listdansskólann. Áður hafði hún æft fimleika hjá fimleikadeild Ármans í tvö ár. Hún var við skiptinám í sirksusskólanum ESAC í Brussel en útskrifaðist frá Dansbraut Listaháskóla Íslands 2009. Sigríður hefur unnið sjálfstætt frá útskrift og dansar því með nokkrum hópum. Helst má nefna Shalala, Dansflokk Ernu Ómarsdóttur, en verkið Teach us to outgrow our madness sem hún dansar í hefur verið sýnt víða í Evrópu á síðastu árum. Verkið var frumsýnt á Antipode hátíðinni í Brest 2009 en hefur m.a. verið sýnt í víðsvegar í Frakklandi Bretlandi,Belgíu,Hollandi,Ítalíu,Íslandi svo eitthvað sé nefnt.

Sigríður er einnig partur af gjörningalistahópinn Bristol Ninja Cava Crew, DF-Krumma,danshöfundatvíeykið Sigga og Snædís. 2010 samdi Sigríður verkið „Colorblind“ fyrir Pólska dansflokkinn „Silesian Dance Theater“ verkið var frumsýnt í Bytom í Póllandi en var einnig sýnt í Reykjavík og Varsjá. Sigríður var boðið að sýna aftur í Póllandi næsta sumar og dansar þá með DF-Krumma í verkinu Þá skal ég muna þér kinnhestinn sem frumsýnt var á Reykjavík Dancefestival 2010.

Sigríður dansaði með Íslenska dansflokknum í verkinu Transaquania árið 2010. Árið 2008 samdi hún og leikstýrði dansstuttmyndinni „Uniform Sierra“ en myndin hlaut fyrsta sæti sem besta dansstuttmynd á Actfestival 2009 og áhorfendaverðlaun á Stuttmyndadögum í Reykjavík 2008. Myndin hefur nú verið sýnd á festivölum á Íslandi, Spáni, í Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Uniform Sierra var valin sem partur af alþjóðlega sýningarhluta ástralska Reeldance tvíæringsins og var hún sýnd í 11 stærstu borgum Ástralíu og Nýja-Sjálands sumarið 2010.