Við sáum skrímsli

Við sáum skrímsli

Sviðssetning
Shalala í samstarfi við Þjóðleikhúsið
og CNDC Centre national de danse contemporaine Angers,
Ministère de la Culture et de la Communication,
og La Passerelle Scène Nationale de St-Brieuc

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
20. maí 2011

Tegund verks
Danssýning

Kæra skrímsli, hvaðan komstu og hver bjó þig til? Þú birtist mér í draumi en núna ertu hér. Hvað viltu mér?

Skrímsli fæðast í hugum okkar út frá ótta við lífið, náttúruna, myrkrið, hið óþekkta og dauðann. Skrímslin leynast allstaðar, stundum eru þau hulin en öðrum stundum eru þau auðþekkjanleg. Stundum taka þau sér jafnvel bólfestu í okkar eigin líkama. Útlitið getur vissulega blekkt og mörkin milli veruleika og ímyndunarafls verða stundum óljós.

Við sáum skrímsli er ljóðrænt verk þar sem hryllingur eins og hann birtist í trúarbrögðum, þjóðsögum, kvikmyndum og í raunveruleikanum er skoðaður í gegnum dans, söng, tónlist og myndlist. Verkið er skapað og sýnt af Ernu Ómarsdóttur, Valdimari Jóhannssyni, Sigtryggi Berg Sigmarssyni, Ásgeiri Helga Magnússyni, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Sýning Shalala, unnin í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið með styrk frá Menntamálaráðuneytinu. Aðrir styrktaraðilar: Kópavogsbær, le CNDC Centre national de danse contemporaine Angers, WP zimmer/Antwerpen.

Höfundur
Erna Ómarsdóttir

Leikstjórn
Erna Ómarsdóttir

Listrænn ráðgjafi
Gabríela Friðriksdóttir

Dramatúrg
Karen María Jónsdóttir

Leikmynd
Erna Ómarsdóttir
Valdimar Jóhannsson
í samvinnu við Gabríelu Friðriksdóttur og hópinn

Búningar
Erna Ómarsdóttir
Valdimar Jóhannsson
í samvinnu við Gabríelu Friðriksdóttur og hópinn

Lýsing
Lárus Björnsson

Tónlist/Hljóðmynd
Valdimar Jóhannsson
Sigtryggur Berg Sigmarsson

Dansarar
Ásgeir Helgi Magnússon
Erna Ómarsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Sigríður Soffía Níelsdóttir
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Valdimar Jóhannsson

Danshöfundur
Erna Ómarsdóttir

Vid_saum_skrimsli

– – – – – –

Erna Ómarsdóttir útskrifaðist úr MR 1991 og síðan PARTS (Performing Arts Research and Training studios) í Brussel árið1998. Eftir útskrift starfaði hún í nokkur ár með nokkrum alþjóðlega viðurkenndum dans og leikstjórum eins og Jan Fabre ,Sidi Larbi Cherkoui og Ballet c de la B. Síðastliðin ár hefur hún aðalega verið að skapa og ferðast alþjóðlega með eigin verk, þar á meðal “ IBM 1401 ( a users manual) „,2002 og „The Mysteries of love“ 2006 í samvinnu við Jóhann Jóhannsson, tónskáld.

Hún skapaði og leikstýrði fyrir fyrir íslenska dansflokkinn “ We are all Marlene Dietrich FOR“, 2005 í samvinnu við Janes Janza (Emil Hrvatin) og í samvinnu við Damien Jalet and Gabríelu Friðriksdóttiur „Transaquania (out of the Blue)“ 2009 and „Tranaquania-into thin air“, 2010. Árið 2009 samdi hún Black Marrow fyrir danshópinn ástralska Chunky Move á Melbourne International Artsfestival einnig í samvinnu við Damien Jalet.

Með Valdimari Jóhannssyni tónlistarmanni stofnaði hún danshópinn Shalala árið 2008. Þeirra síðustu verk eru meðal annars “ Teach us to outgrow our madness“ og tónleika performansinn „Lazyblood“. Öll verk Ernu og Shalala hafa verið sýnd á hinum ýmsu alþjóðlegu leiklistar og danshátíðum út um alla Evrópu.

Hún var ein af stofnendum og meðlimum dansleikhúss með Ekka frá Reykjavik og fjöllistahópsins Poni frá Brussel og SKYR LEE BOB. Einnig hefur hún starfað fyrir Þjóðleikhúsið sem danshöfundur fyrir Bakkynjur og Sædýrasafnið. Erna hefur verið í samstarfi við með margt listafólk eins og Gabríelu Friðriksdóttur, Björk Guðmundóttur, Ólöfu Arnalds, Ben Frost, Arthur Nauzyciel,hljómsveitinni Reykjavík, Margréti söru Guðjónsdóttur osfv.

Í Nóvember 2007 var hún valin heiðurslistamaður Les Grandes Traversees í Bordeaux in Frakklandi. Hún hefur hlotið 5 Grímur og einnig verið tilnefnd í nokkur skipti fyrir bestan dans eða efnilegan danshöfund í hinu útbreidda alþjóðlega danstímariti Ballet Tanz.

Valdimar Jóhannsson útskrifaðist í hljóðverkfræði frá SAE institute í Brussels árið 2008. Hljómsveitir Nine Elevens (2002-2011), Reykjavik! (2003-2011) og Lazyblood (2009-2011). Leikhús: Flest um fátt (Október 2006), samdi og flutti tónlist ásamt Jóhanni F. Jóhannssyni fyrir danshópinn Vaðal. Mysteries of Love (júní 2006), flutti tónlist og tók þátt í sköpun í verki eftir Ernu Ómarsdóttir og Jóhann Jóhannsson. Stofnaði Shalala árið 2008 ásamt Ernu Ómarsdóttur. Digging in the sand (júlí 2008), samdi og flutti tónlist ásamt Ernu Ómarsdóttur í verki eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson. Fermentation (janúar 2009), samdi tónlist fyrir gjörning eftir Gabríelu Friðriksdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Teach Us To Outgrow Our Madness (febrúar 2009), samdi og flutti tónlist ásamt Lieven Dousselaere í verki eftir Ernu Ómarsdóttur, Transaquania, out of the blue (apríl 2009) og Transaquania, into thin air (2010), samdi tónlist ásamt Ben Frost í verki eftir Ernu Ómarsdóttur, Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur.

Sigríður Soffía Níelsdóttir hóf nám við Jazzballettskóla Báru árið 1997 auk þess að stunda ballett við Klassíska Listdansskólann. Áður hafði hún æft fimleika hjá fimleikadeild Ármans í tvö ár. Hún var við skiptinám í sirksusskólanum ESAC í Brussel en útskrifaðist frá Dansbraut Listaháskóla Íslands 2009. Sigríður hefur unnið sjálfstætt frá útskrift og dansar því með nokkrum hópum. Helst má nefna Shalala, Dansflokk Ernu Ómarsdóttur, en verkið Teach us to outgrow our madness sem hún dansar í hefur verið sýnt víða í Evrópu á síðastu árum. Verkið var frumsýnt á Antipode hátíðinni í Brest 2009 en hefur m.a. verið sýnt í víðsvegar í Frakklandi Bretlandi,Belgíu,Hollandi,Ítalíu,Íslandi svo eitthvað sé nefnt.

Sigríður er einnig partur af gjörningalistahópinn Bristol Ninja Cava Crew, DF-Krumma,danshöfundatvíeykið Sigga og Snædís. 2010 samdi Sigríður verkið „Colorblind“ fyrir Pólska dansflokkinn „Silesian Dance Theater“ verkið var frumsýnt í Bytom í Póllandi en var einnig sýnt í Reykjavík og Varsjá. Sigríður var boðið að sýna aftur í Póllandi næsta sumar og dansar þá með DF-Krumma í verkinu Þá skal ég muna þér kinnhestinn sem frumsýnt var á Reykjavík Dancefestival 2010.

Sigríður dansaði með Íslenska dansflokknum í verkinu Transaquania árið 2010 og hún samdi einnig nýtt verk fyrir flokkinn sem frumsýnt var í mars 2011. Verkið ber nafnið „White for Decay“ en Sigríður hlaut Prologos leikritunarstyrk Þjóðleikhússins til gerðar á verkinu. Árið 2008 samdi hún og leikstýrði dansstuttmyndinni „Uniform Sierra“ en myndin hlaut fyrsta sæti sem besta dansstuttmynd á Actfestival 2009 og áhorfendaverðlaun á Stuttmyndadögum í Reykjavík 2008. Myndin hefur nú verið sýnd á festivölum á Íslandi, Spáni, í Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Uniform Sierra var valin sem partur af alþjóðlega sýningarhluta ástralska Reeldance tvíæringsins og var hún sýnd í 11 stærstu borgum Ástralíu og Nýja-Sjálands sumarið 2010.

Ásgeir Helgi Magnússon er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur. Hann stundaði dansnám við Jazzballettskóla Báru, við Ballettakademíuna í Stokkhólmi og við Listaháskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist úr diplómanámi vorið 2007 og lauk B.A. prófi vorið 2009. Síðan 2007 hefur hann verið búsettur í Hollandi og dansað í verkum ýmissa danshöfunda, m.a. í IOVIODIO eftir Gabriellu Maiorino og Mindscaping eftir Bruno Caverna. Ásgeir er einn af stofnendum listahópsins Menningarfélagið sem sett hefur á svið nokkur dansverk, nú síðast verkið Aftursnúið á Akureyri vorið 2010. Veturinn 2010-2011 dansar hann í þremur verkum með Íslenska Dansflokknum; Transaquania – Into Thin Air eftir Ernu Ómarsdóttur, Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur, White for Decay eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur og Großtadsafari eftir Jo Strömgren. Við sáum skrímsli er fyrsta verkefni Ásgeirs með Shalala.

Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, útskrifaðist frá sænsku ballettakademíunni í Stokkhólmi árið 2002. Síðan þá hefur hún unnið með Íslenska dansflokknum og einnig starfað sjálfstætt með hinum ýmsu listamönnum, nú síðast með Ernu Ómarsdóttir í verkinu „Teach us to outgrow our madness“. Árið 2005 stofnaði hún ásamt Höllu Ólafsdóttur Samsuðuna & Co. Eitt af verkum Samsuðunnar „Kólnandi kaffi“ var m.a. tilnefnt til Grímunnar 2005 í flokki dansverðlauna og verkinu Hundaheppni var boðið til Dublin á Dublin Dance Festival árið 2008. Lovísa hefur einnig tekið þátt í nokkrum leikhúsuppfærslum þar sem hún hefur tekið að sér bæði leik- og danshlutverk, dansleikhússamkeppni Íd og LR og farið í fjölmörg sýningaferðalög m.a. til Japans með listahópnum Aurora Borealis. Lovísa hefur hlotið viðurkenningu frá Grímunni (Íslensku leiklistarverðlaunin) fyrir störf sín. Hún starfar um þessar mundir hjá Íslenska dansflokknum og með hóp Ernu Ómarsdóttur Shalala.

Sigtryggur Berg Sigmarsson er fæddur 1977 á Akureyri. Lauk MFA gráðu frá Fachochschule Hannover fur Bildende Kunst í Þýskalandi árið 2004. Áður stundaði hann nám í raftónlist við Royal Konservatorium í Den Haag, Hollandi. Sigtryggur hefur komið fram á hljómleikum og tekið þátt í myndlistarsýningum afar víða, jafnt undir sínu eigin nafni sem og með hljóðtilrauna dúettnum Stilluppsteypa. Valdar Einkasýningar: 2010, Galery Basement, Vín, Austurríki / 2009, Castle Insterburg, Tchernyakhovsk, Rússland / 2006, Sonambiente, Berlín, Þýskaland / 2005, Museums Quartier, Vín, Austurríki. Valdar Samsýningar: 2010, Ljóslitlífun, Listasafn Reykjavíkur / Vanish Galery, Frankfurt/Main, Þýskaland / Fabbricia del Vapore, Mílanó, Ítalía / Kunsthalle Krems, Krems, Austurríki / 2009, Emerson Gallery, Berlín, Þýskaland / 2007, Sound Effects, Seoul, Suður Kórea.

Gabríela Friðriksdóttir. List Gabríelu Friðriksdóttur er margvísleg. Hún vinnur jafnt með teikningar, skúlptúr, málverk og innsetningar ásamt því að stunda performans og vídeólist. Verk hennar hafa það þó sameiginlegt að vera sprottin af sama tákn og fagurfræðilega meiði, þ.e.a.s. úr þeim ævintýralega heimi Gabríelu þar sem skáldskapur og raunveruleiki, fegurð og hræðileiki, dagur og draumur mætast. Verk Gabríelu eru sýnd víða og eru í safna og einkaeign í ýmsum löndum. Fædd í Reykjavík 1971 / nam við skúlptúrdeild Listaháskóla íslands / býr og starfar í Reykjavík.